Fjármögnun sprotafyrirtækja: Svava Björk gestur á næsta viðburði Forvitinna frumkvöðla
Fjármögnun sprotafyrirtækja: Svava Björk gestur á næsta viðburði Forvitinna frumkvöðla
Fyrirlesari viðburðarins er engin önnur en Svava Björk Óladóttir, sem er vel þekkt nafn í íslensku nýsköpunarumhverfi. Svava býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á málaflokknum en hún starfar sem nýsköpunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri. Þá er hún stofnandi RATA og IceBAN (Icelandic Business Angel Network) og hefur sjálf komið að fjárfestingum sem englafjárfestir.
Hvernig fjármagna ég hugmyndina?
Í erindi sínu mun Svava Björk fara yfir landslagið í fjármögnun sprotafyrirtækja á Íslandi. Farið verður yfir þá fjölbreyttu möguleika sem standa frumkvöðlum til boða, allt frá styrkjakerfinu yfir í aðkomu fjárfesta. Hún mun miðla af reynslu sinni og gefa góð ráð um hvernig best sé að undirbúa sig þegar leitað er eftir fjármagni til vaxtar og uppbyggingar.
Skráning og fyrirkomulag
Viðburðurinn er rafrænn og þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá sendan hlekk á fundinn.
Skráning hér https://luma.com/82qxll8g
Við hvetjum alla frumkvöðla og áhugasama um nýsköpun til að nýta þetta tækifæri til að læra af einum fremsta sérfræðingi landsins á þessu sviði.