Haustþing SSNE 2025
Haustþing SSNE 2025
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) boða til haustþings miðvikudaginn 29. október, sem verður haldið rafrænt. Þingið hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:15.
Á þinginu verður farið yfir framvindu starfs- og fjárhagsáætlunar ársins 2025, auk þess sem kynnt verður starfsáætlun SSNE fyrir árið 2026. Þá verða lagðar fram tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun til næstu ára og þátttakendum gefst kostur á að bera upp ályktanir og ræða önnur löglega borin mál.
Auk hefðbundinna þingstarfa verða flutt áhugaverð erindi gesta, en einnig verður fjallað um Haf- og strandsvæðaskipulag sem verkfæri til ákvarðanatöku, þar sem sérfræðingar kynna helstu áherslur og tækifæri á því sviði.
Þátttaka á þinginu er öllum aðildarsveitarfélögum opin. Nánari upplýsingar má finna hér og nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.