Fyrsta fræðsluerindi Forvitna frumkvöðla
Fyrsta fræðsluerindi Forvitna frumkvöðla
Samfélagsfrumkvöðlar á landsbyggðinni hafa haft mikil áhrif á lífið í byggðunum, en hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hver er munurinn á samfélagslegri nýsköpun og annarri tegund af nýsköpun – og hvernig nýtist hún dreifðum byggðum? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fyrsta erindi þessa árs í Forvitnum frumkvöðlum sem fer fram á Teams klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 6.janúar. Jafnframt verður rætt hvernig atvinnuráðgjafar landshlutanna geta stutt við samfélagsfrumkvöðla.
Af hverju ætti ég að taka þátt?
Þú færð innsýn inn í hvernig samfélagsleg nýsköpun getur leitt til jákvæðra breytinga í dreifðum byggðum, lærir hvað aðgreinir samfélagsfrumkvöðla frá öðrum og sérð hvernig landshlutasamtökin geta stutt samfélagsdrifin verkefni. Fyrirlesturinn veitir innsýn í hvernig styrkja má eigin hugmyndir eða starf á sviði samfélagslegrar nýsköpunar.
Viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasöm geta skráð sig til þátttöku hér.