Ársþing SSNE 2026
Ársþing SSNE 2026
Á 75. fundi stjórnar SSNE sem haldinn var 4. september 2025 var samþykkt að ársþing SSNE 2026 verði haldið 26. mars 2026 og hefur sú dagsetning verið staðfest. Ársþing SSNE eru haldin í mismunandi sveitarfélögum milli ára en í ár verður það haldið á Dalvík.
Samkvæmt samþykktum SSNE skal halda ársþing SSNE fyrir lok apríl ár hvert, en í ár er þingið haldið óvenju snemma vegna sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða 16. maí næstkomandi.
Nánari dagskrá og upplýsingar um þingið koma þegar þingið verður boðað formlega í febrúar.