Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Óskað eftir tilnefningum til Landstólpans 2022

Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna

Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum

Næsti umsóknarfrestur samstarfsverkefna í menningarhluta Creative Europe er 5. maí nk.

Brot af því besta frá febrúarmánuði - Fréttabréf SSNE

Tölublaðið er að vanda stútfullt af góðu efni er varðar landshlutann allann. Meðal frétta í þessu 24. tölublaði er

Samið um markaðssetningu Norðurlands í tengslum við Akureyrarflugvöll

Markaðsstofa Norðurlands fær 20 milljónir til að markaðssetja Norðurland en nú þegar millilandaflug hefst á ný um völlinn er ekki vanþörf á að kynna landshlutann vel.

Hvernig hefur Loftbrú reynst?

Landshlutasamtökin utan höfuðborgarsvæðisins eru að vinna könnun og í kjölfarið skýrslu um Loftbrúna. Loftbrúin er úrræði stjórnvalda til að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að miðlægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu með því að veita 40% afslátt af flugfargjöldum til Reykjavíkur en allt að 6 flugleggir eru í boði fyrir hvern einstakling sem á heima innan skilgreinds svæðis.
Myndin er samsett. Ljósmyndir frá MN.

Þín afstaða skiptir máli - Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022

Landshlutasamtökin bjóða öllum fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri að taka þátt í spurningakönnun. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu.
Ljósmynd af Siglufirði frá MN - Myndin er samsett

Bætt þjónusta SSNE á Tröllaskaga

Anna Lind Björnsdóttir verkefnisstjóri SSNE á Tröllaskaga hefur nú fasta viðveru alla mánudaga í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.
Ljósmynd af vef Dalvíkurbyggðar.

Kaffispjall fyrir ferðaþjónustuaðila

Umræðuefni fundarins eru t.d. möguleg móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn, hvernig hefur gengið hjá ferðaþjónustuaðilum í heimsfaraldrinum, bókunarstaða sumarsins og önnur málefni sem brenna á gestum.

Lærðu að sækja um styrk - Kynningarfundur og einstaklingsráðgjöf Rannís og SSNE

Þriðjudaginn 1. mars nk. fara ráðgjafar Rannís og SSNE yfir styrkumsóknarskrif á mannamáli og veita einstaklingsráðgjöf fyrir þá sem eru í styrkhugleiðingum.
Þorvaldur Lúðvík, framkvæmdastjóri Niceair. Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Myndin er samsett.

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar fer á flug

Um langt skeið hefur það verið kappsmál heimafólks á Norðurlandi eystra að reglulegt millilandaflug verði að veruleika um Akureyrarflugvöll. Sú áhersla hefur m.a. endurspeglast í Sóknaráætlunar landshlutans, segir Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. „Það var því gleðilegt að þeir kraftmiklu frumkvöðlar sem standa að baki Niceair hafi leitað stuðnings Sóknaráætlunar, en árið 2020 hlaut Niceair styrk úr Uppbyggingasjóði og ári síðar ákvað stjórn SSNE að verkefnið yrði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Getum við bætt síðuna?