Fara í efni

Hnífjafnt hlutfall karla og kvenna í nýjum sveitarstjórnum á NE

Hnífjafnt hlutfall karla og kvenna í nýjum sveitarstjórnum á NE

Eftir kosningarnar 2018 voru konur 40% kjörinna aðal- og varafulltrúa í sveitarstjórn Skútustaðahrepps og 38% í Þingeyjarsveit. Eftir kosningar í vor hefur hlutfall kvenna í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps aukist í 48% kjörinna aðal- og varafulltrúa. Sama þróun er uppi á teningnum í sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, en á líðandi kjörtímabili voru konur einungis 28% aðal- og varafulltrúa í Langanesbyggð og 44% í Svalbarðshreppi. Eftir kosningarnar í maí í ár ná konur meirihluta aðal- og varafulltrúa í nýrri sveitarstjórn með 57% kjörinna fulltrúa.

Sé litið til allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE þá er hlutfall karla og kvenna sem kjörinna aðal- og varafulltrúa hnífjafnt en var 54% karlar 46% konur eftir kosningarnar 2018.

Getum við bætt síðuna?