
Dagskrá síðara aukaþings SSNE
10. desember næstkomandi verður seinna aukaþing SSNE 2021 haldið. Sem kunnugt er stóð til að halda þingið í Eyjafjarðarsveit en vegna stöðu faraldursins var það talið óumflýjanlegt að færa þingið yfir í netheima. Við erum orðin býsna vön því að halda rafræn þing og reyndar er það svo að SSNE hefur ekki enn náð að halda staðarþing. En það kemur að því og nú stefnum við bjartsýn á ársþing SSNE 2022 í Eyjafjarðarsveit í apríl á næsta ári.
02.12.2021