
Vá hvað ég hata þriðjudaga! - Ungskáld 2021
Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafninu á Akureyri 9.desember sl. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!" Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt" og Þorbjörg Þóroddsdóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur". Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppnina að þessu sinni. Að Ungskáldum standa Amtsbókasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Ungmennahúsið í Rósenborg, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ. Þorsteinn gaf SSNE leyfi til að birta þetta skemmtilega verk eftir hann. Njótið vel!
21.12.2021