Fara í efni

Ályktun um málefni fatlaðs fólks

Ályktun um málefni fatlaðs fólks

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 leggur þunga áherslu á að ríkið leggi til aukið fjármagn til að standa undir útgjöldum sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og til að mæta sívaxandi kröfum um hærra þjónustustig.

Aukaþing SSNE skorar á ráðherra að hraða vinnu við mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu fatlaðs fólks þannig að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er, eða þannig að sveitarstjórnir geti gert ráð fyrir breytingum við gerð fjárhagsáætlana ársins 2023. Jafnframt leggur aukaþing SSNE ríka áherslu á að Alþingi tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans, en því miður er ekki hægt að sjá vilja til þess endurspeglast í fjárlagafrumvarpi því sem fjármálaráðherra lagði nýverið fram.

Getum við bætt síðuna?