Fara í efni

Ályktun um innanlandsflug

Ályktun um innanlandsflug

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 skorar á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt geta flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands. Mikilvægi innanlandsflugs fyrir íbúa landshlutans er mikið, enda þurfa íbúar oft að sækja þjónustu sem eingöngu er hægt að nálgast í Reykjavík. Það er óásættanlegt að ekki sé hægt að treysta á almenningssamgöngur í lofti þegar á þarf að halda. Mikilvægt er friður skapist um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar til framtíðar, auk þess að tryggja áreiðanleika flugáætlunar og nauðsynlegt sætaframboð.

Aukaþing SSNE áréttar að stöðugleiki og skilvirkni í innanlandsflugi er ekki síður mikilvægur ferðaþjónustu í landshlutanum, en það er gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að dreifa ferðafólki betur um landið, allt árið um kring.

Þá telur aukaþing SSNE mikilvægt að stjórnvöld efli Loftbrúarverkefnið enn frekar og tryggi að íbúar verði ekki af þeim réttindum þó röskun verði á flugáætlun. Þá er mikilvægt að innanlandsflug til Húsavíkur verði tryggt í sessi, sem og flugáætlun frá Akureyri til Þórshafnar, en þar er um að ræða mikilvæga samgönguleið fyrir íbúa landshlutans, ekki síst yfir vetrartímann.

Getum við bætt síðuna?