Fara í efni

Ályktun um fjármögnun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Ályktun um fjármögnun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Ályktunum aukaþings SSNE
Haldið í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit 23. september 2022

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2023 skorar á stjórnvöld að auka fjármögnun til Sóknaráætlunar Norðurlands eystra í stað þess að draga úr henni enn eitt árið, líkt og boðað er í fjárlögum 2023. Þetta gerir það að verkum að fjármagn til sóknaráætlana verður minna en það var árið 2017. Þessi þróun er sérstaklega óskiljanleg í því ljósi að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna árið 2021, kemur skýrt fram að efla eigi sóknaráætlanir landshlutanna. Sóknaráætlanir hafa verið öflugt tæki sem heimafólk hefur fengið að beita til að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku til þeirra sem þekkja best til aðstæðna. Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvægur farvegur fyrir beinan stuðning til nýsköpunarverkefna, svæðisbundinna sprota og frumkvöðla í gegnum Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.

Getum við bætt síðuna?