Norðurland eystra nær frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Innan svæðisins búa um 30 þúsund manns í 13 sveitarfélögum. Byggðirnar í landshlutanum eru fjölbreyttar, Akureyri gegnir þar ákveðinni sérstöðu sem svæðisborg, þá eru á svæðinu stærri bæir, minni bæir, brothættar byggðir og dreifbýli. Okkar starf byggir á þeirri hugmyndafræði að ríkir sameiginlegir hagsmunir séu fyrir hendi í landshlutanum og að sem liðsfélagar séum við líklegri til þess að ná þeim slagkrafti sem til þarf til þess að ná árangri fyrir hönd íbúa og atvinnulífs á öllu svæðinu.