Fara í efni

Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða

Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða

Verkefnið Stafræn sókn Norðausturlands í málefnum Norðurslóða var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNE og lauk nú á dögunum þegar vefsíðan Share Your North fór í loftið. Norðurslóðanet Íslands leiddi verkefnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Verkefnið miðaði að því að skapa stafrænan vettvang fyrir vefstofur (veflægar málstofur), fyrirlestra, samtal og samráð um ýmis þau málefni sem snúa að afkomu fólks á Norðurslóðum og tilverugrundvelli. Þarna verði þá til vettvangur hvar unnt er að tengja saman stofnanir, fyrirtæki, og sveitarfélög á Norðausturlandi og veita aðgang að þessum samtalsvettvangi og jafnframt vinna að bættri samvinnu á milli stofnanna og sveitarfélaga. Ennfremur verði hægt að tengja íslenska og erlenda sérfræðinga til að sækja og deila þekkingu og reynslu enda geti slíkt orðið til frekari þekkingarsköpunar og samstarfsverkefna samfélaga á Norðurslóðum.

Fyrstu viðburðir voru haldnir í samvinnu við WIRE, Women in Renewable Energy, sem staðsett er í Kanada en með starfsemi um allan heim. Ennfremur í samvinnu við utanríkisráðuneytið, sendiráð Kanada á Íslandi, sendiráð Íslands í Kanada, Jafnréttisstofu, Electricity Human Resources in Canada, Equal by 30, SSNE og Konur í orkumálum.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Norðurslóðanetið, embla@arcticiceland.is 

Getum við bætt síðuna?