Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Nýsköpunarvogin 2021

Ný tækni er einn helsti drifkrafur nýsköpunar hjá opinberum aðilum samkvæmt niðurstöðum úr Nýsköpunarvoginni 2021 sem nú liggja fyrir. Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun með þann tilgang að kortleggja og meta umfang nýsköpunar hjá hinu opinbera. Könnunin hefur nú verið framkvæmd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í annað sinn hér á landi en hún var lögð fyrir forstöðumenn stofnana ríkisins og fulltrúa sveitarfélaga síðastliðið sumar.

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Norðanátt, regnhlífasamtök nýsköpunar á Norðurlandi, stóðu fyrir kynningarfundi um viðskiptahraðalinn Vaxtarrými mánudaginn 13. september. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki, frumkvöðla og nýsköpunarverkefni innan rótgróinna fyrirtækja. Hraðallinn sem fer fram að mestu leyti á netinu ásamt fjórum vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi.

Vel heppnaður og fjölmennur íbúafundur á Bakkafirði

Stjórn verkefnisins "Betri Bakkafjörður" efndi til íbúafundar 8. september s.l. Fundurinn var mjög vel heppnaður og fjölmennur. Kristján Þ. Halldórsson formaður verkefnistjórnar setti fundinn og bauð gesti velkomna. Jónas Egilsson sveitarstjóri flutti ávarp og rakti tilgang fundarins

List fyrir alla

List fyrir alla hefur formlega opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. 

Nýútkomin skýrsla um störf án staðsetningar

Þann 7. September sl., var gefin út skýrsla á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis, forsætisráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um stöðu og framtíðarhorfur verkefnisins Störf án staðsetningar.

Þekking í þágu loftlagsmála - úttekt og greining á notkun vísinda við ákvörðunartöku

Verið var að gefa út greiningu á stöðu vísindaráðgjafar í ákvörðunartöku og samspili hennar við þróun nýsköpunar, rannsókna og vöktunar, í kjölfarið á úttekt sem Loftlagsráð lét gera um stöðu vísinda við ákvörðunartöku.
Mynd: MN

Starfshópur afhendir skýrslu um svæðisbundið hlutverk Akureyrar

Í október 2020 var skipaður starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri með það hlutverk að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Starfshópurinn var skipaður í framhaldi þess að verkefnið var samþykkt sem eitt af áhersluverkefnum SSNE á grundvelli Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Skýrslan var kynnt á fundi á Akureyri, í gær, mánudaginn 6. september og jafnframt afhent Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Friðland Svarfdæla

Í desember 2020 voru veittir styrkir úr stefnumótandi byggðaáætlun til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. SSNE vann umsóknir fyrir hönd átta verkefna þar sem þrjú þeirra hlutu styrk fyrir alls 56 m.kr. Verkefnið Friðlandsstofa – anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð var eitt af þessum verkefnum. Verkefnið snýr að því að endurnýja húsnæði Gamla skólans í Dalvíkurbyggð og stofna Friðlandsstofu með aðkomu Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar. Friðlandsstofa verði fræðslusetur og aðsetur starfsmanns Friðlandsins. Byggðasafn Dalvíkurbyggðar mun einnig flytja í Gamla skólann og einnig verður sett upp fuglasýningu sem hefur verið í geymslu í nokkur ár. Töluverð vinna hefur verið lögð í að finna starfsemi sem hentar inn í húsnæðið til að koma því í notkun aftur og er Friðlandsstofa sprottin af þeirri hugmyndavinnu. Fuglafriðlandið er það elsta á landinu og hefur verið byggt mikið upp undanfarið með bættu aðgengi, göngustígum, göngubrúm, fuglaskoðunarhúsum og fuglaskoðunarstígum. „Styrkveitingin gefur okkur í Dalvíkurbyggð byr undir báða vængi og erum við þakklát SSNE fyrir samstarfið. Nú hefst uppbygging anddyris Friðlandsstofu, flutningur Byggðasafnsins og einnig endurbygging Gamla skóla, verkefni sem hefur setið á hakanum í nokkur ár“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Kynningarfundur Norðanáttar um Vaxtarrými

Norðanátt stendur fyrir kynningarfundi þann 13. september næstkomandi um Vaxtarrými fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi. 
Getum við bætt síðuna?