Fara í efni

Kraftur í konum í Grímsey

Rætt heimsmálin yfir kaffibolla.
Rætt heimsmálin yfir kaffibolla.

Kraftur í konum í Grímsey

Kvenfélagskonur í Grímsey útbúa starfs- og vinnuaðstöðu

Kvenfélagið Baugur í Grímsey var meðal umsækjenda sem hlaut nýverið stuðning úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða til verkefnisins Starfs- og vinnuaðstaða við Heimskautsbaug.

Markmið verkefnis er að breyta leikskólanum í Múla í huggulega skrifsstofuaðstöðu og markaðssetja hana. Um tilraunaverkefni er að ræða. Tilgangurinn er að fjölga störfum og auka fjölbreytni atvinnulífs í Grímsey. Í nýju starfsaðstöðunni verður boðið upp á pláss fyrir aðila sem hafa fasta búsetu í eynni eða dvelja þar tímabundið. Horft er til aðila sem vinna störf án staðsetningar, einyrkja, frumkvöðla, rithöfunda og fræðimanna. Þessa dagana eru kvenfélagskonur að leggja lokahönd á að parketleggja og mála, en í lok mars munu fyrstu gestirnir koma og njóta aðstöðunnar, en um er að ræða rannsóknaraðila og leiðbeinendur sem eru að vinna verkefni í Grímsey.

Verkefni kvenfélagskvennanna er til mikillar fyrirmyndar og endurspeglar hverju miklu máli samstaða og frumkvæði innan grasrótarinnar skiptir í smærri byggðalögum.




Eins og sjá má er vinnuaðstaða til fyrirmyndar en líkamsræktaraðstaða er einnig á staðnum. 

Hér fyrir neðan getur þú flett bækling og lesið nánar um útlistun verkefna úr Frumkvæðissjóði Glæðum Grímsey.
Frumkvæðissjóður Glæðum Grímsey pdf.

Getum við bætt síðuna?