Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta hvernig best megi ná markmiðum 1. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 um alþjónustu, m.a. með hliðsjón af tækninýjungum, samkeppnissjónarmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
Þann 11. Nóvember sl. héldu Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE fjarfund undir yfirskriftinni Aukin raforka í Eyjafirði – Tálsýn eða tækifæri? Um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var farið yfir innviðamál sem sífellt þarf að halda á lofti, þá sér í lagi um afhendingargetu og afhendingaröryggi í orkumálum
Unnin hefur verið skýrsla um mögulegar framkvæmdir í vegagerð á Norðurlandi eystra. Skýrslan er fyrsti áfangi í áhersluverkefni sem RHA tók að sér að vinna fyrir SSNE. Markmið verkefnisins er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að þeir komist í umræðu og í framhaldinu sé unnt að forgangsraða völdum kostum kerfisbundið á einhvern hátt með hag almennings og atvinnu- og efnahagslífs landshlutans í huga.
Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.
Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu auglýsingar sem birtust 23. september og 25. september sl. en umsóknir sem bárust skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur inn.