Fara í efni

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps samþykkt

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps samþykkt

Tillaga að sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í kosningum um helgina.

Í Langanesbyggð kusu 204 af 344 sem voru á kjörskrá eða 59,3%. Já sögðu 148 eða 73% en nei sögðu 53 eða 26% og 3 seðlar voru auðir eða 1%.
Í Svalbarðshreppi voru 70 á kjörskrá og af þeim kustu 52 eða 74%. Já sögðu 35 eða 67% og nei sögðu 17 eða 33%. 

Getum við bætt síðuna?