SSNE hefur nú stofnað Youtube rás þar sem finna má ýmis myndbönd tengd starfsemi samtakanna. Þar má finna upptökur af meðal annars fundum, fyrirlestrum, þing samtakanna og viðtöl sem og öðru myndefni er varðar Norðurland eystra, styrkjaumhverfinu og margt fleira.
Málefni norðurslóða eru sífellt mikilvægari á alþjóðlegum vettvangi og virðist ekkert lát þar á. Hér á landi eru fjölmargar stofnanir og fyrirtæki sem starfa í þágu norðurslóða, en Akureyri er miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. En hvað gera þessar stofnanir í raun og hverjir starfa þar?
Lokaviðburður viðskiptahraðalsins Vaxtarrými þar sem átta sprotafyrirtæki kynna starfsemi sína verður haldinn næstkomandi föstudag í beinu streymi á Facebook og Vísi.is.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta hvernig best megi ná markmiðum 1. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 um alþjónustu, m.a. með hliðsjón af tækninýjungum, samkeppnissjónarmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
Þann 11. Nóvember sl. héldu Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE fjarfund undir yfirskriftinni Aukin raforka í Eyjafirði – Tálsýn eða tækifæri? Um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var farið yfir innviðamál sem sífellt þarf að halda á lofti, þá sér í lagi um afhendingargetu og afhendingaröryggi í orkumálum