Fara í efni

Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota

Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt býður nú upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn.

Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu. Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember.

Vaxtarrými er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðla og er sérhannað með þarfir teymanna sem taka þátt í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.

Hraðallinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast fjórum sinnum meðan á verkefninu stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Þátttakendur kynnast reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum, fjárfestum og stjórnendum fyrirtækja á Norðurlandi og víðar á ráðgjafafundum, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Leitast er eftir þátttakendum, þ.e. frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Vaxtarrými Norðanáttarinnar til að vaxa.

Átta teymi tóku þátt í Vaxtarrými 2021 og stendur þeim til boða að taka þátt sem svokallaðir Alumni frumkvöðlar og sitja fræðslufundi og leiðbeina árganginum í ár. Þannig má skapa virkt frumkvöðlasamfélag með jafningjaráðgjöf á Norðurlandi.

Kynningarfundur Vaxtarrýmis fer fram 13. september í gegnum netið - Auglýst nánar þegar nær dregur.

Umsóknarfrestur er til og með 19. september. Í framhaldinu verða valin sex til átta teymi til þátttöku.

Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með veglegum lokaviðburð þar sem þátttökuteymin sem halda fjárfestakynningar.
Sótt er um á vef Norðanáttar - www.nordanatt.is

Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Að verkefninu Norðanátt koma Eimur, SSNV, SSNE, RATA.

Getum við bætt síðuna?