Fara í efni

Sumarglaðningur frá SSNE - fréttabréf júlímánaðar

Sumarglaðningur frá SSNE - fréttabréf júlímánaðar

Nú eru þegar flestir starfsmenn SSNE eru komnir aftur til starfa eftir sumarfrí er ekki seinna vænna en að senda nýjasta fréttabréfið út til áhugasamra.

Helstu fréttir snúa að fjármögnunarmöguleikumm og styrkveitingum ýmissa verkefna á Norðurlandi eystra og um landið allt. Úthlutað hefur verið úr ýmsum sjóðum og sitt sýnist hverjum um árangur og afrakstur landshlutans. Betur má ef duga skal þegar kemur að úthlutunum úr stærsta opinbera sjóði landsins, Tækniþróunarsjóði en þar er árangurshlutfall Norðurlands eystra það lægsta á landinu. Hverju sætir? Nú er lag að bæta úr því en opnað hefur verið fyrir umsóknir í næstu úthlutun sjóðsins. Við minnum enn og aftur á fría ráðgjöf sem SSNE veitir öllum styrkumsækjendum en minnum jafnframt alla á að leita tímanlega til okkar. Sérstaka athygli viljum við einnig veita á breyttum umsóknarfresti Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og hvetja sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að leita til okkar sem fyrst til að hefja undirbúning umsókna í þann sjóð.

Að lokum minnum við á fyrra haustþingið okkar sem haldið verður föstudaginn 23.september og er opið öllum áhugasömum um uppbyggingu landshlutans.

Sólarkveðjur frá endurnærðu starfsfólki SSNE

LESA NÝJASTA FRÉTTABRÉF SSNE

Getum við bætt síðuna?