Fara í efni

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8:30-10:00. Fundinum verður streymt og verður hlekkur á streymi sendur á þau sem skrá sig.

Sérfræðingar frá Rannís munu kynna opinberan stuðning til nýsköpunarverkefna í Tækniþróunarsjóði og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna.

Dagskrá:

Lýður Skúli Erlendsson sérfræðingur rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, fjallar um:

  • Styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, fjallar um:

  • Skattfrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar

Reynsla félagsmanna SI af umsóknaferli Tækniþróunarsjóðs

  • Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Alor

  • Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri og stofnandi Ankeri


Fundarstjóri er Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði

Getum við bætt síðuna?