Fara í efni

Málþing 24. júní, samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta, sjálftæðir notendur

Málþing 24. júní, samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta, sjálftæðir notendur

MÁLÞING VELTEK í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 24. júní 2022. Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands (Veltek) mun halda málþing um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt verða m.a. erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, samvinnu á norðurslóðum og rannsóknir á þjónustulausnum kynntar.Í tengslum við málþingið munu fyrirtæki kynna þjónustulausnir sínar.

Aðgangur að þinginu er öllum opinn en óskað er skráningar á heimasíðu Veltekwww.veltek.is

DAGSKRÁ
9:00 – 9:30 Húsið opnar, boðið upp léttar veitingar á morgunverðarhlaðborði.
9:30 – 9:45 Opnun og kynning Veltek heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands.Perla Björk Egilsdóttir, verkefnastjóri Veltek.
Rafrænt ávarp heilbrigðisráðherra.
9:45 – 10:10 Stafræn umskipti og samþætting á heilbrigðis- og félagsþjónustu á strjálbýlum svæðum.Kynning á norrænum verkefnum.
10:10 – 10:25 Norðurslóðasamfélög, áskoranir og tækifæri til samvinnu.Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets.
10:30 – 11:05 Hlé með kaffiveitingum. Fyrirtæki sýna heilbrigðislausnir sínar.
11:05 – 11:30 Tækifæri til samvinnu og nýsköpunar.Garðar Már Birgisson, viðskiptaþróun hjá Þulu.
11:30 – 11:55 Velferðartækni og sjálfstæð búseta.Dr. Björg S. Anna Þórðardóttir, iðjuþjálfi, gestalektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og rannsóknarstaða við Osló Metropolitan Háskólann.

12:00 – 13:10 Hádegishlé. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og fyrirtæki sýna heilbrigðislausnir sínar.

13:10 – 13:30 Dagþjálfun á Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. Þóra Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili.
13:30 – 13:50 Nýjungar í velferðartækni hjá heimahjúkrun HSN á Akureyri.Deborah Júlía Robinson, ráðgjöf iðjuþjálfa við heimahjúkrun HSN og Eva Björg Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur við heimahjúkrun HSN.
13:50 – 14:15 Heilbrigðisfræðsla og virkir notendur heilbrigðisþjónustu.Dr. Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun og forstöðumaður Miðstöðvar um sjúklingafræðslu á Landspítala.
14:15 – 14:40 Nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu Fjallabyggðar.Helga G. Erlingsdóttir, verkefnastjóri Fjallabyggð.
14:40 Samantekt.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga Sjúkrahúsinu á Akureyri og stjórnarmaður Veltek.
14:50 Undirritun samstarfsyfirlýsingar á milli Fjallabyggðar, HSN og Veltek.


15:00 Boðið verður upp á léttar veitingar í þinglok og fyrirtæki sýna heilbrigðislausnir sínar.

Getum við bætt síðuna?