Fara í efni

Afrakstur í Bragganum Yst í Öxarfirði

From left: Kathryn Johnson is a sculptor based in Newcastle, UK. David Foggo is a text artist whose …
From left: Kathryn Johnson is a sculptor based in Newcastle, UK. David Foggo is a text artist whose practice is underpinned by the use of wordplay. Helen Edling is based in Roslagen, Sweden. Her practice explores ideas of play and improvisation and covers a variety of techniques and processes with projects ranging from drawing, sculpture and interactive marionettes to outdoor interventions and theatrical site-specific works. Yst is a multidimensional colourloving artist with background in psychology. John Maclean works primarily with plein air painting but employs elements of auto-fictional writing, poetry, collage, video, sound, vlogging and self institutional practice in a doomed bid to achieve cosmic synchronization (Nabokov). The wreckage of this effort is steered towards a postconceptual artistic engagement with 'contemporaneity' and a search within it for psychological, social, political, and artistic orientation-real or imaginary.

Afrakstur í Bragganum Yst í Öxarfirði

Vindar norðursins, sólstaða, kraftar og gestrisni heimafólks er svo mögnuð! ...sem og Sóknaráætlunin okkar og verkfæri hennar, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra.

Í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri 17.-20. júní mun sýningin Hringsól / Turnings vera opin, en um er að ræða margræða sýningu á myndverkum eftir sænska, breska og íslenska listamenn. Verkin voru gerð og sett upp í 10 daga listamannadvöl í Bragganum Yst í Öxarfirði í maí 2022. Þau endurspegla umhverfi, íbúa og náttúruna kringum Braggann Yst. Verkin eru líka með skírskotun til yfirvofandi umhverfisvár með tilheyrandi kvíða og óvissu en jafnframt von og tilfinningu fyrir endurnýjun í gegnum samskipti og samvinnu.

Það var listakonan Yst eða Ingunn St. Svavarsdóttir sem opnaði dyr sínar fyrir listafólkið og nú gesti til að njóta. Listafólkið sem unnu sýninguna eru Yst Ingunn St. Svavarsdóttir frá Íslandi, David Foggo frá Bretlandi, Kathryn Johnson frá Bretlandi og Helen Edling Svíþjóð og John Maclean Svíþjóð/Bretlandi.

Verkefnið var eitt af þeim frábæru verkefnum sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði NE 2022. Það er um að gera að fletta öllum þeim góðu verkefnum upp strax og skipuleggja sumarfríið í takt við uppskeru og gleði þessara fjölbreyttu verkefna. Það má gera HÉR.

Þess má jafnframt geta að þann 20. júní fara fram tónleikar með Bríeti og eru þeir hluti af tónleikaröð Flygilvina tónlistarfélags við Öxarfjörð, en sú röð hlaut jafnframt styrk úr Uppbyggingarsjóði NE 2022. 

Ljóst er að íbúar og gestir Öxafjarðarhéraðs geta göfgað andann undir sólinni næstu daga.

Viltu hafa áhrif á plaggið okkar allra? Líttu þá hingað inn: https://www.ssne.is/.../soknaraaetlun/uppbyggingarsjodur

 

       
 

 

Getum við bætt síðuna?