Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.
Á nýliðnu ári voru úrgangsmál meira í umræðunni en oft áður. Búið er að breyta löggjöf úrgangsmála og mikið verið að nota ný hugtök eins og borgað þegar hent er (BÞHE) í bland við eldri eins og Mengunarbótareglu, hringrásarhagkerfi og svæðisáætlun og auðvitað stóru dagsetninguna 1. janúar 2023.
Öll sveitarfélög á Norðurlandi, samtals 16 sveitarfélög á svæðinu frá Stikuhálsi í vestri að Bakkaheiði í austri, vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir frumkvöðlahraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi.
Síðastliðinn föstudag fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2023. Þrettán samfélagseflandi verkefni hlutu styrk að þess sinni en aldrei hafa fleiri umsóknir borist frá því verkefnið hófst.
Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar - með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Þrjátíu verkefni frá landinu öllu sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann út þann 15. janúar sl.