Fara í efni

Vinnustofa um auknar fjárfestingar í Langanesbyggð

Vinnustofa um auknar fjárfestingar í Langanesbyggð

Fimmtudaginn 1. febrúar hélt SSNE vinnustofu á Þórshöfn í tengslum við áhersluverkefnið Auknar fjárfestingar, sem er fjármagnað úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Fyrir vinnustofuna var búið að funda með sveitarstjórn sem og leggja fyrir netkönnun varðandi væntingar til uppbyggingar.
Á vinnustofunni var meðal annars farið yfir hvaða þjónustu/vörur/framleiðslu vantar að byggja upp í sveitarfélaginu og hvaða fjárfestingarverkefni sveitarfélagið ætti að setja í forgang að vinna að.
Næstu skref verkefnisins er að draga saman forgangsverkefni og miðla þeim til sveitarfélagsins.

Getum við bætt síðuna?