Fara í efni

Auknar fjárfestingar á Norðulandi eystra

Markmið verkefnisins er að laða að fjárfestingar í landshlutann og þar með fjölga atvinnuskapandi verkefnum í sem flestum sveitarfélögum. 

Vinna að mörkun og markaðssetningu landshlutans, sókn tækifæra, stuðningi við áhugasama fjárfesta, útfærslu hugmynda að verkefnum í samstarfi við sveitarfélögin.

Stefnt verði að því að sveitarfélög innan SSNE sameinist um stefnu í markaðssetningu landshlutans, þar sem áhersla verður lögð á sérstöðu hvers sveitarfélags fyrir sig, þannig að fjárfestar geti gert sér sem besta grein fyrir hvar hagsmunir þeirra og sveitarfélaga fara saman, sem og að ekki verði um „óvægna samkeppni“ að ræða innan landshlutans.

2018 var unnin innviðagreining https://invest.northeast.is/ sem þarf að uppfæra og þróa áfram í samstarfi við Íslandsstofu og sveitarfélögin á starfssvæði SSNE.

Upphæð: 6.500.000 kr. 

Staða verkefnisins: verkefnið hefur verið kynnt í fimm sveitarfélögum og haldnar hafa verið vinnustofur í þremur sveitarfélögum. 

Verkefnastjórn er í höndum Díönu Jóhannsdóttur og Önnu Lindar Björnsdóttur starfsmanna SSNE.

Getum við bætt síðuna?