
SSNE býður starfsfólki sínu samgöngusamning
Starfsfólki SSNE býðst nú að skrifa undir samgöngusamning og vera þannig umbunað fyrir að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Ferðalög starfsmanna eru með stærstu losunarþáttum flestra vinnustaða, þ.m.t. hjá okkur á SSNE. Það er til mikils að vinna að draga úr þeirri losun og gerð samgöngusamninga er frábært tæki til þess.
17.07.2023