Fara í efni

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Á rafrænni úthlutunarhátíð voru í gær veittir 76 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, en úthlutað var 73,6 m.kr. í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.

Úthlutunin úr Sóknaráætlun er fjármögnuð af menningar- og viðskiptaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og sveitarfélögum Norðurlands eystra.

Styrkúthlutunin 2024 hefur verið tekin saman ásamt ávörpum ráðherra, formanns úthlutunarnefndar og formanni stjórnar SSNE. Hægt er að skoða úthlutunina hér.

SSNE óskar öllum styrkþegum til hamingju um leið og við þökkum öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga og þá vinnu sem lögð var í umsóknargerðina alla.

Getum við bætt síðuna?