Fara í efni

Netmiðja á Akureyri

Netmiðja á Akureyri

Í dag kynntu forsvarsaðilar Mílu samstarfssamning fyrirtækisins við sæstrengjafyrirtækið FARICE um uppbyggingu nýrrar fjarskiptamiðju á Íslandi fyrir netumferð til og frá landinu. Þessi nýja netmiðja verður staðsett á Akureyri og verður sú fyrsta og eina utan suðvesturhornsins.


Á sameiginlegum fundi Mílu og FARICE var farið yfir þau tækifæri sem ný netmiðja getur haft í för með sér fyrir landshlutann.
Jafnframt kynnti Míla 10x sem er nýr vettvangur fjarskipta sem mun verða í boði á Akureyri um leið og fjarskiptafyrirtækin á svæðinu eru tilbúin að veita þá þjónustu. Mun það þýða töluverða aukningu á mögulegum nethraða fyrir heimilin. 

Getum við bætt síðuna?