Fara í efni

Opinn fundur um mótun sviðslistastefnu

Opinn fundur um mótun sviðslistastefnu

Vinna er hafin við mótun opinberrar stefnu í sviðslistum á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Opinber stefna í sviðslistum hefur ekki verið unnin áður sem heildrænt fyrirbæri og er verkefninu skipt í nokkra áfanga. Markmiðið er að að meta stöðu og möguleika sviðslistafólks og stofnana í sviðslistum, skapa skýra framtíðarsýn og móta stefnu hins opinbera í sviðslistum til skemmri og lengri tíma.

Þessa dagana hefur starfshópur um sviðslistastefnu haldið fjölda rýnifunda með ólíkum hópum fagfólks í sviðslistum og tengdum aðilum. Sem dæmi um hópa má nefna fulltrúa frá fag- og stéttarfélögum, stofnunum í sviðslistum, sjálfstæða geiranum, danssamfélaginu, starfsfólki í tækni og framleiðslu, listahátíðum, Listaháskóla Íslands og menningarfulltrúum landshlutasamtaka.

Auk þess hefur verið fundað sérstaklega með rýnihópi um aðgengi, inngildingu og fjölbreytni og markaðsdrifinar sviðlistir. 
 
Þann 6. desember verður haldinn opinn fundur og mun Bjarni Snæbjörn Jónsson leiða umræður. Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig og taka þátt í umræðum miðvikudaginn kl. 13-17 í Þjóðleikhúskjallaranum eða á zoom. Skráning er nauðsynleg Mótun sviðslistastefnu - Opinn fundur Perfoming Arts Policy - Open Meeting (google.com)

 
Orri Huginn Ágústsson leiðir vinnu starfshóps sem er þannig skipaður að SAVÍST-Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum tilnefna tvo fulltrúa, SAFAS-Samráðsvettvangur fagfélaga sviðslistafólks innan Sviðslistasambands Íslands tilnefna einnig tvo, SL-Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa tvo og Sviðslistamiðstöð tvo.

Hópinn skipa:
Orri Huginn Ágústsson, forseti Sviðslistasambands Íslands,
Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri (SAVÍST),
Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar (SAVÍST),
Lilja Björk Haraldsdóttir, formaður FÍLD-Félags íslenskra listdansara (SAFAS),
Hlynur Páll Pálsson, sviðlistamaður (SAFAS),
Friðþjófur Þorsteinsson, sviðshönnuður (SL),
Tinna Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Dansverkstæðisins (SL),
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands (Sviðslistamiðstöð),
Vigdís Jakobsdóttir, meðstjórnandi í stjórn Sviðslistamiðstöðvar (Sviðslistamiðstöð),
með hópnum starfar Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu.


Hér má finna upplýsingasíðu starfshóps um stefnumótun í sviðslistum. Hægt er að senda erindi til hópsins með tölvupósti á netfangið stage@stage.is

Vinna við nýja stefnumörkun í öðrum listgreinum hefur átt sér stað nýlega og hér að neðan eru aðgengileg gögn þess efnis, áhugasömum til upplýsingar:
Getum við bætt síðuna?