
Vel heppnað málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir
Þann 5. október síðastliðinn var haldið velheppnað málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir. Á málþinginu var farið yfir það sem hefur heppnast vel og það sem hefur lærst á þessum rúma áratug sem verkefnið hefur verið í gangi. Að auki voru kynntar niðurstöður áhrifamats á verkefninu sem unnið var af KPMG. Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri SSNE og Norðurþings á Raufarhöfn stýrði dagskránni en hún var áður verkefnastjóri brothættra byggða verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin.
23.10.2023