12. júní var haldin fundur Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Markmið Samráðsvettvangsins er að stuðla að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum innan landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Stjórn SSNE hefur samþykkt breytingar á verklagi í kringum Uppbyggingarsjóð, ein af þeim breytingum sem var samþykkt er að flýta ferli sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir því að sjóðurinn opni í september og að ferlinu sé lokið og úthlutað í desember.
Starfsfólk SSNE og Vistorku hafa unnið ötullega að undirbúningi fyrsta fasa líforkuvers undanfarna mánuði með stuðningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og voru niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á Teams-fundi með sveitarstjórnarfólki þann 9. júní síðastliðinn. Á fundinum var sveitarfélögum svæðisins boðið að taka þátt í stofnun þróunarfélags um áframhald verkefnisins og var formlegt boð þess efnis sent á sveitarstjórnir á Norðurlandi eystra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hefur skipað sjö starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar um á vorþingi 2024.
Þann 31. maí síðastliðinn héldu SSNE, SSNV og Markaðsstofa Norðurlands sameiginlegan vinnudag á Akureyri, og þann 6. júní hélt starfsfólk SSNE starfsdag á Húsavík.
Á dögunum úthlutaði Matvælasjóður styrkjum í fjórum flokkum, Bára, Kelda, Afurð og Fjársjóður og var í heildina úthlutað um 585 m.kr. og hlutu að þessu sinni 53 verkefni brautargengi. Af veittum styrkjum voru um 19% á Norðurlandi eystra, en um 15% umsókna voru þaðan.
SSNE á Akureyri hefur fært sig um set og hefur flutt skrifstofuna sína frá Hafnarstræti 91 yfir í Strandgötu 31.
Um er að ræða tímabundið húsnæði meðan unnið er að því að finna hentugt framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. Skrifstofunni í Strandgötu 31 deilir SSNE með Markaðsstofu Norðurlands sem er jafnframt flutt úr Hafnarstrætinu.
Þú ert persóna í skólanum, ert ekki bara einhver. Kennarana langar að þér gangi vel. Þetta var strembið fyrst. Miklu meira öryggi. Maður týnist ekki. Námsframboðið er ótrúlegt. Þú ert mjög velkomin. Þægilegt umhverfi, allt í boði og stutt í allt. Þetta eru nokkrar setningar frá ungmennum um það hvernig er að vera framhaldsskólanemi á Norðurlandi eystra. Viltu heyra meira?
Árið 2022 hlaut verkefnið STEM Húsavík styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra. Fjármagn sem var nægilegt til að vökva sprotann sem óx upp í hjúpi Stéttarinnar, samfélagi nýsköpunar, þekkingar og rannsókna á Húsavík. Á þessu eina ári hafa skrefin orðið mörg og sífellt bæst við skóúrvalið.