Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Yfir hundrað milljónir í styrki til fjölbreyttra umhverfisverkefna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað um 111 milljónum króna til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna. Ráðuneytið hefur veitt frjálsum félagasamtökum sem starfa að umhverfismálum rekstrarstyrki ásamt verkefna- og ferðastyrkjum frá árinu 2000, en til stendur að endurskoða úthlutunarreglur vegna styrkjanna.
Sóley Björk Stefánsdóttir og Nanna Steina Höskuldsdóttir sáu m.a. um skráningu og tóku vel á móti gestum

Ársþing SSNE - Myndaveisla

Ársþing SSNE var haldið á Fosshóteli á Húsavík dagana 8.-9. apríl síðastliðinn. Þetta var jafnframt fyrsta staðarþing samtakanna og var ánægjulegt að geta loks komið saman í raunheimum. 

Störf án staðsetningar: Sérfræðingur á þróunarsviði

Byggðastofnun leitar að öflugum liðsfélaga sem býr yfir frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna rannsóknum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ljósmynd af vef Stjórnarráðsins

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að taka þátt í netkönnuninni til og með 6. maí nk. í samráðsgátt stjórnvalda.
Hópur þátttakenda uppskeruhátíðar Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka.

Myndaveisla frá matarmarkaði og uppskeruhátíð Matsjárinnar

Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu.

Innviðir á Norðurlandi - Upptaka frá fundi

Innviðir á Norðurlandi voru til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Samtaka iðnaðarins, Samtak sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsneti sem haldinn var í Hofi á Akureyri 7. apríl.

Magnaður marsmánuður að baki - Fréttabréf SSNE

Mars var afar viðburðaríkur mánuður hjá SSNE og mikið um að vera víða um landshlutann. Ýmiskonar viðburðir, fundir og heimsóknir voru á dagskrá hjá starfsmönnum í liðnum mánuði í bland við atvinnuráðgjöf og önnur hefðbundin störf.
Anna Richardsdóttir, gjörningalistakona, dansari og kvikmyndagerðakona.

Fjölmennt og skapandi málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri - Myndaveisla

Afar fjölsótt málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri var haldið í Listasafni Akureyrar í síðustu viku.

Matarmarkaður og uppskeruhátíð Matsjárinnar

Matsjáin stendur fyrir matarmarkaði á Hótel Laugarbakka fimmtudaginn 7. apríl nk. þar sem gestum verður boðið að kynnast matarfrumkvöðlum og vörum þeirra. Á matarmarkaðinum gefst matarfrumkvöðlum verkefnisins tækifæri á að kynna sig og vörur sínar. Markaðurinn er hluti af lokaviðburði verkefnisins.

Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins funda í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16-18. Á fundinum verður kastljósinu beint að helstu áskorunum í íbúðauppbyggingu og orkuöflun á Norðurlandi
Getum við bætt síðuna?