Rannís og Samband Íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við SSNE og Eim, standa fyrir opnum hádegisfundi á Akureyri þann 22. nóvember næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um sóknartækifæri fyrir íslenska aðila í Evrópuáætlanir á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála, og þá þjónustu sem umsækjendum stendur til boða.
Það sem kemur þó kannski á óvart er að með þessu flugi opnast líka tækifæri fyrir til að fljúga á ódýrari máta milli Akureyrar og Reykjavíkur og öfugt. Þannig var til að mynda mögulegt að bóka flug nú á helginni frá Akureyri til Reykjavíkur (aðra leið) á 18.400 krónur með Icelandair, en á 12.221 krónu með easyJet.
Starfsfólk SSNE sótti haustfund atvinnuráðgjafa í Reykjanesbæ s.l. miðvikudag, yfirskrift fundarins var Gervigreind eða gerfigreind? Fjallað var um miðlun og hagnýtingu gervigreindar í þjónustu atvinnuráðgjafa og byggðaþróunar.
Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, mun halda námskeið sem sérstaklega er miðað að kjörnum fulltrúum sveitarfélaga og starfsfólki sem fæst við umhverfis- og skipulagsmál. Námskeiðið er hluti af LOFTUM, áhersluverkefni SSNE, sem unnið er af SÍMEY og Þekkingarneti Þingeyinga
Stjórn SSNE hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í íslenskum landbúnaði og flýta vinnu starfshóps matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis vegna fjárhagsstöðu bænda og tryggja rekstarhæfi landbúnaðarins til lengri tíma.
Velheppnaður íbúafundur var haldinn í íþróttahúsinu á Þelamörk í gær, fimmtudaginn 2. nóvember. Á fundinum var íbúum sveitarfélagsins Hörgársveitar kynntar hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Fundurinn var vel sóttur, en um 70 manns hlýddu á Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra líforkuvers hjá SSNE, og Karl Karlsson ráðgjafa verkefnisins.
Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis.
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.