Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2024, var verkefnið “Andlit Grenivíkur” og var það listamaðurinn Martin Jürg Meier Dercourt sem hlaut styrkinn.
Ársþing SSNE fer fram í Þingeyjarsveit í dag og á morgun. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og þátttaka kjörinna fulltrúa því mikilvæg. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Þing var sett í morgun með 92% mætingu fulltrúa.
Forgangsmál er að stórauka flutningsgetu á raforku til Þórshafnar og nágrennis eigi að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega.
Erindin á ráðstefnunni verða fjölbreytt og flutt frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 20. apríl í Hofi.
Skilaboðin eru gott innlegg í komandi stefnumótunarvinnu Sóknaráætlunar. Sömuleiðis mætti horfa á þessi atriði sem hugmyndabanka að viðburðum, fyrir t.d. fræðslu-, menningar-, æskulýðs- og/eða tómstundafulltrúa.
Afar velheppnaðir tónleikar Upptaktsins á Norðurlandi eystra, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna, fóru fram í gær, sunnudag, í Menningarhúsinu Hofi.
Þriðjudaginn 9. apríl síðastliðinn var haldinn fundur þar sem áhugasömum gafst færi á að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum.
Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist vel.