Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Vel sóttur íbúafundur í Hörgársveit um líforkuver

Velheppnaður íbúafundur var haldinn í íþróttahúsinu á Þelamörk í gær, fimmtudaginn 2. nóvember. Á fundinum var íbúum sveitarfélagsins Hörgársveitar kynntar hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Fundurinn var vel sóttur, en um 70 manns hlýddu á Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra líforkuvers hjá SSNE, og Karl Karlsson ráðgjafa verkefnisins.

Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 til umsagnar í samráðsgátt

Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis.

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.

Íbúakönnun landshlutanna: Vilt þú taka þátt?

Síðastliðinn föstudag fór Íbúakönnun landshlutanna af stað á öllu landinu. Sem fyrr er lögð áhersla á að spyrja þátttakendur aðallega um mat þeirra á búsetuskilyrðum þeirra, almenna velferð, stöðu þeirra á vinnumarkaði og hver framtíðaráform þeirra séu um búsetu.

Októberpistill framkvæmdastjóra

Október var einn af þessum mánuðum sem virtist ljúka áður en hann hófst og allt í einu er kominn nóvember. Þegar ég sest niður til að líta til baka yfir verkefni mánaðarins þá er gleðilegt að sjá hvað það var í raun margt jákvætt sem var í gangi hjá okkur hér á Norðurlandi eystra.

easyJet lent á Akureyrarflugvelli

Í dag, þriðjudaginn 31. október, lenti fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet á Akureyrarflugvelli, en félagið mun halda úti áætlunarflugi á milli London og Akureyrar út mars 2024.

Tvær vinnustofur í tengslum við Straumhvörf á Norðurlandi eystra

Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga.

Kynningarfundur fyrir íbúa Hörgársveitar fimmtudaginn 2. nóvember

SSNE stendur fyrir  kynningarfundi fyrir íbúa Hörgársveitar fimmtudaginn 2. nóvember í íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Á fundinum verða hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi kynntar og íbúar Hörgársveitar eru hvattir til að mæta. Fundurinn fer fram í sal íþróttamiðstöðvarinnar á efri hæð og boðið verður upp á kaffi.
Hópurinn ásamt starfsfólki Biosirk í Hamar, Noregi

Kynningarferð um líforkuver til Finnlands og Noregs

Vikuna 16. - 20. október var farin kynnisferð til Finnlands og Noregs þar sem hag- og fagaðilum var boðið að kynna sér starfsemi líforkuvera í báðum löndum. Ferðin var skipulögð af verkefnastjóra SSNE, Kristínu Helgu Schiöth, og ráðgjafanum Karli Karlssyni sem hefur verið SSNE innan handar í undirbúningi líforkuvers á Dysnesi.
Getum við bætt síðuna?