Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Ratsjáin - Fyrir ferðaþjónustuna

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.
Ljósmynd af vef Virk.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
Rebekka Kristín og Sara Belova. Mynd: Icelandings Cast.

Verkefnastjóri SSNE í hlaðvarpsþættinum Icelandings Cast

Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri SSNE var gestur í fyrsta og öðrum þætti hlaðvarpsins Icelandings Cast og ræddi við Söru Belova þáttastjórnanda til að mynda um það hvernig hægt er að fjármagna nýtt fyrirtæki á Íslandi, umhverfi styrkja og stuðningsúrræða fyrir einstaklinga og gefur góð ráð varðandi viðskiptaáætlanir og markaðssetningu.
Skjáskot af mælaborði.

Mælaborð um íbúakönnun landshlutanna nú aðgengilegt

Haustið 2020 var gerð íbúakönnun til að kanna hug íbúa til búsetuskilyrða, aðstæður á vinnumarkaði og afstöðu til m.a. hamingju og hvort íbúar séu á förum frá landshlutanum. Mælaborð er nú aðgengilegt

Vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla án endurgjalds

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ. Vinnuaðstaðan er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Sunnuhlíð 12, og er án endurgjalds og hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna.

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Fræ/Þróunarfræ

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar. Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Markaðsstyrkur

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Vöxtur, Sprettur

Fyrirtækjastyrkur Vöxtur er ætlaður til að styrkja verkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Fyrirtækjastyrkur Sprettur er öndvegisstyrkur. Styrkurinn er ætlaður til að styrkja verkefni hjá fyrirtæki með afurð/ir sem eru á eða nálægt markaði og að fyrirtækið hafi mikla möguleika á hröðum vexti á markaði innan næstu fimm ára.
Víkurskarð. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Sproti

Tækniþróunarsjóður býður upp á fimm flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ, Sprota, Vöxt, Sprett og Markaðsstyrki. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu.
Getum við bætt síðuna?