Framtíðarsýn Langanesbyggðar um uppbyggingu við Finnafjörð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní stefnumörkun um uppbyggingu við Finnafjörð þar sem fram kemur framtíðarsýn sveitarfélagsins, sem og markmið og leiðir að þeim. Í stefnunni lýsir sveitarstjórn Langanesbyggðar yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að framgangi Finnafjarðarverkefnisins og tekur m.a. jákvætt í þær hugmyndir sem hafa verið uppi um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði.
21.06.2024