Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Vel heppnað Ungmennaþing SSNE á Dalvík

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.

Verkefnastjóri Spretthópa vinnu í umhverfismálum

Kristín Helga Schiöth hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá SSNE, þar sem hún mun verkefnastýra áhersluverkefni sem snýr að stefnumótun og aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum á svæðinu. Tímarammi áhersluverkefnisins eru 10 mánuðir og felur í sér myndun spretthópa á sviði landnýtingar, orkuskipta og úrgangsmála sem eiga að skila skýrum tillögum um framkvæmanleg verkefni sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, auk annars umhverfisávinnings. Kristín Helga er menntaður alþjóðafræðingur frá Árósaháskóla, með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun. Hún starfaði síðast sem sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, við verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Kristín Helga fluttist aftur til heimabæjarins Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni vorið 2019 eftir náms- og starfsár í Reykjavík og Danmörku. Hún er mjög spennt fyrir verkefninu sem henni hefur verið falið að stýra, enda er málefnið brýnt og mikilvægt að hrinda af stað aðgerðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Kristín Helga mun hafa aðsetur á starfsstöðinni á Akureyri, í bland við reglubundnar ferðir á starfsstöðina á Húsavík.

Ályktun um vetrarþjónustu á Dettifossvegi

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 skorar á innviðaráðherra að tryggja vetrarþjónustu á þeirri verðmætu fjárfestingu sem Dettifossvegur er. Fyrirsjáanleiki í þjónustu skiptir sérstaklega miklu í því samhengi til að tryggja bæði aðgengi fyrir flutningsaðila sem í auknum mæli nýta veginn til að koma dýrmætum útflutningsvörum til hafnar á Austfjörðum, auk þess að tryggja mikilvægt öryggi fyrir ferðamenn sem eru í síauknum mæli að ferðast um svæðið allt árið kring.

STEM Húsavík býður upp á jarðfræðigleraugu fyrir fjölskyldur í dag

Það er fallegur dagur á Húsavík til að njóta leiðangurs með fjölskyldunni.
Viltu vita meira áður en þú byrjar að skrifa umsókn?

Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð í hádeginu á morgun

Hvernig eykur þú líkur á fjármögnun og hvernig virkar umsóknargáttin?

Díana Jóhannsdóttir ráðin verkefnastjóri hjá SSNE

Díana Jóhannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNE. Hún tekur við starfinu af Rebekku Garðarsdóttur sem hvarf til annarra starfa í ágúst.

Eflum innviði

Ályktun um málefni fatlaðs fólks

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 leggur þunga áherslu á að ríkið leggi til aukið fjármagn til að standa undir útgjöldum sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og til að mæta sívaxandi kröfum um hærra þjónustustig. Aukaþing SSNE skorar á ráðherra að hraða vinnu við mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu fatlaðs fólks þannig að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er, eða þannig að sveitarstjórnir geti gert ráð fyrir breytingum við gerð fjárhagsáætlana ársins 2023. Jafnframt leggur aukaþing SSNE ríka áherslu á að Alþingi tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans, en því miður er ekki hægt að sjá vilja til þess endurspeglast í fjárlagafrumvarpi því sem fjármálaráðherra lagði nýverið fram.
Opið verður fyrir umsóknir frá kl. 13:00 12. október til kl. 13:00 17. nóvember 2022

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra opnar fyrir umsóknir 12.10.22

Ert þú með hugmynd að verkefni?

Ályktun SSNE um fyrirhugaða gjaldtöku í jarðgöngum

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 fagnar aukinni áherslu ríkisstjórnarinnar á þjóðhagslega arðsamar flýtiframkvæmdir í samgöngum, en fordæmir harðlega þá hugmynd að taka upp gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins, óháð staðsetningu og ástandi, til að standa undir kostnaði við framkvæmdirnar. Ef frumvarp innanríkisráðherra sem lagt var fram í Samráðsgátt stjórnvalda síðastliðið sumar yrði lagt fram og samþykkt á Alþingi óbreytt væri það tekið fyrsta skrefið í þeirri vegferð að færa okkur nær slíkri gjaldtöku. SSNE hvetur stjórnvöld til að skoða aðrar og sanngjarnari leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Með innheimtu veggjalda á þá sem fara um jarðgöng er verið að leggja gjald á notendur einnar tegundar samgöngumannvirkja þ.e. jarðgögn og láta notendur þeirra greiða fyrir samgöngubætur annars staðar á landinu. Nái þessar fyrirætlanir fram að ganga er gjaldtakan að leggjast afar þungt á nokkur byggðalög þar sem íbúar eiga verulega erfitt með að komast hjá því að nota þessi samgöngumannvirki. Þannig er þeim íbúum ætlað að greiða hærri hlutfallslegan kostnað fyrir eina tegund samgöngumannvirkja á meðan að ekki er verið að leggja gjald t.d. á brýr, mislæg gatnamót, tvöföldun vega, flugvelli, hafnir eða önnur kostnaðarsöm samgöngumannvirki. Hvalfjarðargöng sem eru langmest eknu jarðgöng landsins, hafa þegar verið greidd upp af vegfarendum með gjaldtöku og afhent ríkinu án endurgjalds. Nú er verið að greiða upp Vaðlaheiðargöng með gjaldtöku. Önnur jarðgöng, sem eru í notkun, eru á svæðum sem búið hafa við landfræðilega einangrun. Það er hagur allra landsmanna að samgöngur séu öruggar og góðar. Samgöngur skipta miklu máli er kemur að uppbyggingu atvinnulífs, aðgengi að þjónustu, jákvæðri byggðaþróun og lífsgæðum íbúa. Því hvetur SSNE stjórnvöld til að viðhafa faglegri vinnubrögð, betri undirbúning og meiri samvinnu við breiðari hóp hagsmunaaðila áður en farið er af stað með lagasetningu, sem getur leitt til skaðlegra áhrifa fyrir ýmsar byggðir landsins.
Getum við bætt síðuna?