Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Fjölbreyttur hópur í pallborði um tækifæri og áskoranir í kvikmynda- og dagskrárgerð á landsbyggðum

Næsti kafli dagskrárgerðar á Íslandi - opið málþing

Samhliða opnun Lilju Alfreðsdóttur ráðherra á nýju myndveri á Húsavík verður opið málþing um stöðu dagskrárgerðar í landsbyggðum.

Framtíðarsýn Langanesbyggðar um uppbyggingu við Finnafjörð

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní stefnumörkun um uppbyggingu við Finnafjörð þar sem fram kemur framtíðarsýn sveitarfélagsins, sem og markmið og leiðir að þeim. Í stefnunni lýsir sveitarstjórn Langanesbyggðar yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að framgangi Finnafjarðarverkefnisins og tekur m.a. jákvætt í þær hugmyndir sem hafa verið uppi um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði.
Mynd: Haukur Snorrason

Heimafólk og ferðamannaleiðir - viðhorfskönnun á Melrakkasléttu og Vatnsnesi

Könnun á aðkomu og sýn heimafólks á nýjum ferðamannaleiðum utan alfaraleiða. Könnunin beinist að völdum svæðum Norðurstrandarleiðar - The Arctic Coast Way.

Íbúakönnun 2023 - afstaða innflytjenda

Í dag kom út Íbúakönnun landshlutanna 2023 – afstaða innflytjenda. Í þeirri skýrslu er dregin fram afstaða innflytjenda í nýlokinni íbúakönnun og hún borin saman við afstöðu Íslendinga. Einnig var hún borin saman við afstöðu innflytjenda árið 2020 þegar síðasta könnun var framkvæmd.

Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar

Þann 18. júní var haldinn fundur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, en samráðsvettvangurinn skal hafa aðkomu að gerð og framkvæmd Sóknaráætlunar landshlutans.

Ný íbúakönnun landshlutanna

Út er komin íbúakönnun landshlutanna 2023. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landssvæðum. Norðurlandi eystra er skipt í þrjú svæði; Akureyri, Eyjafjörð (utan Akureyrar) og Þingeyjarsýslu.

Ódýr varmaöflun með glatvarma frá kælikerfi PCC

Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði árið 2024, var verkefnið Glatvarmi á Bakka. Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur.

Aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur.
Kynningarmynd Rutar Sigurðardóttur fyrir Sæskrímslin

Öll velkomin á Sæskrímslin 12. júní

Þann 12. júní kl. 17:15 er öllum boðið á götuleikhússýningu á höfninni Húsavík. Aðgangur er ókeypis og verkið er að mestu flutt án orða svo það er aðgengilegt fyrir öll, óháð tungumáli.

Úthlutað úr Matvælasjóði

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins.
Getum við bætt síðuna?