Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Samstarf um sjálfbærni með Visit Faroe Islands

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú með Visit Faroe Islands að verkefni sem snýst um að deila þekkingu um sjálfbærni á milli norðlenskra og færeyskra ferðaþjónustufyrirtækja.
Bryndís Fjóla Pétursdóttir hugmyndasmiður Huldustígs

Úthlutun úr Atvinnumálum kvenna til Norðurlands eystra

Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi. Huldustígur - fræðsla til þekkingar, sem hlaut styrk upp á 2 m.kr. til markaðssetningar og launakostnaðar.

Undirrituðu samning um stækkun VMA

Síðastliðin föstudag skrifuðu fulltrúar sveitarfélaga í Eyjafirði (Akureyrarbær, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur), og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra undir samning milli ríkis og sveitarfélaga um stækkun á húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri.

Iceland Innovation Week

Nú er yfirstaðin Iceland Innovation Week sem haldin er árlega í Reykjavík.

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð - Aflýst vegna veðurs

Viðburði hefur verið aflýst vegna veðurs. Ný dagsetning kemur síðar. Þann 5. júní nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum.

Frjór farvegur til nýsköpunar í Færeyjum

Norðanáttarteymið hélt til Færeyja til að sækja nýsköpunarhátíðína Tonik.

Samráðsvettvangur atvinnulífs á Norðurlandi eystra

Undanfarnar vikur hefur SSNE auglýst samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra sem mun hafa þann tilgang að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE. Fundur hefur verið boðaður 28. maí kl. 14.00 á Teams, ennþá er tækifæri til að skrá sig og taka þátt í fundinum hér SSNE.is

Félagsleg þolmörk ferðaþjónustu - niðurstöður íbúakönnunar

Í nýlegri íbúakönnun var leitað vísbendingar fyrir því hvort þolmörkum sé náð í ferðaþjónustu meðal íbúa vítt og breitt um landið.
Hildur menningarfulltrúi SSNE og Sæunn sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vinna að fyrirlestri í upptökuveri Háskólans á Akureyri

Hvað gerir Uppbyggingarsjóður raunverulega?

Hver eru áhrif skapandi greina og hvernig getum við mælt þau? SSNE leggur til þekkingu í samstarfsverkefni háskóla til eflingar rannsóknavirkni á meistara- og doktorsstigi á sviði atvinnulífs menningar og annarra skapandi greina með fyrirlestrinum, ,,Hvað gerir uppbyggingarsjóður raunverulega?"
Arngunnur og Guðrún Margrét heimsækja Ísfélagið á Þórshöfn.

Framtíðarþróun flutningskerfisins á Norðausturlandi

Sérfræðingar Landsnets, þær Arngunnur Einarsdóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir, sóttu Langanesbyggð heim á dögunum í tilefni þess að Landsnet hefur hafið vinnu við framtíðarþróun flutningskerfis raforku á Norðausturlandi. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að hitta fulltrúa sveitarfélagsins og stórnotendur á svæðinu til að kortleggja raforkuþörf til framtíðar.
Getum við bætt síðuna?