Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ályktun um aukið aðgengi að fjarnámi

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 leggur þunga áherslu á aukið aðgengi að fjarnámi á háskólastigi, sem skiptir sköpum fyrir lífsgæði og atvinnulíf á svæðinu. Hvetur þingið háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til að beita sér af fullum þunga fyrir því að háskólar landsins bjóði upp á fjölbreytt fjarnám. Þar sem stærsti háskóli landsins, Háskóli Íslands, hefur ekki sýnt nægjanlegan vilja í verki til að sinna nemendum utan höfuðborgarsvæðisins, sér aukaþing SSNE ástæðu til þess að hvetja sérstaklega stjórnendur HÍ og kennara skólans til að gera almennt betur í þjónustu við íbúa landsbyggðanna, sem hvorki þarf að vera kostnaðarsamt né flókið.

Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs á ferð um landshlutann - Vilt þú aðstoð?

Dagana 25. -28. október ferðast ráðgjafar Uppbygginarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf. Tímarnir eru opnir en okkur þætti gott að vita af þér og fá yfirsýn yfir hversu margir mæta, því biðjum við þig um að skrá þig með nafni og velja staðsetningu. Þá verður allt skipulag skilvirkara. Aftur á móti þá fá hugmyndasmiðir stundum skyndihugdettur, við vitum það og því eru allir velkomnir þó svo viðkomandi hafi ekki skráð sig.

Vel heppnað Ungmennaþing SSNE á Dalvík

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.

Verkefnastjóri Spretthópa vinnu í umhverfismálum

Kristín Helga Schiöth hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá SSNE, þar sem hún mun verkefnastýra áhersluverkefni sem snýr að stefnumótun og aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum á svæðinu. Tímarammi áhersluverkefnisins eru 10 mánuðir og felur í sér myndun spretthópa á sviði landnýtingar, orkuskipta og úrgangsmála sem eiga að skila skýrum tillögum um framkvæmanleg verkefni sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, auk annars umhverfisávinnings. Kristín Helga er menntaður alþjóðafræðingur frá Árósaháskóla, með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun. Hún starfaði síðast sem sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, við verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Kristín Helga fluttist aftur til heimabæjarins Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni vorið 2019 eftir náms- og starfsár í Reykjavík og Danmörku. Hún er mjög spennt fyrir verkefninu sem henni hefur verið falið að stýra, enda er málefnið brýnt og mikilvægt að hrinda af stað aðgerðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Kristín Helga mun hafa aðsetur á starfsstöðinni á Akureyri, í bland við reglubundnar ferðir á starfsstöðina á Húsavík.

Ályktun um vetrarþjónustu á Dettifossvegi

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 skorar á innviðaráðherra að tryggja vetrarþjónustu á þeirri verðmætu fjárfestingu sem Dettifossvegur er. Fyrirsjáanleiki í þjónustu skiptir sérstaklega miklu í því samhengi til að tryggja bæði aðgengi fyrir flutningsaðila sem í auknum mæli nýta veginn til að koma dýrmætum útflutningsvörum til hafnar á Austfjörðum, auk þess að tryggja mikilvægt öryggi fyrir ferðamenn sem eru í síauknum mæli að ferðast um svæðið allt árið kring.

STEM Húsavík býður upp á jarðfræðigleraugu fyrir fjölskyldur í dag

Það er fallegur dagur á Húsavík til að njóta leiðangurs með fjölskyldunni.
Viltu vita meira áður en þú byrjar að skrifa umsókn?

Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð í hádeginu á morgun

Hvernig eykur þú líkur á fjármögnun og hvernig virkar umsóknargáttin?

Díana Jóhannsdóttir ráðin verkefnastjóri hjá SSNE

Díana Jóhannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNE. Hún tekur við starfinu af Rebekku Garðarsdóttur sem hvarf til annarra starfa í ágúst.

Eflum innviði

Ályktun um málefni fatlaðs fólks

Aukaþing SSNE haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 leggur þunga áherslu á að ríkið leggi til aukið fjármagn til að standa undir útgjöldum sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og til að mæta sívaxandi kröfum um hærra þjónustustig. Aukaþing SSNE skorar á ráðherra að hraða vinnu við mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu fatlaðs fólks þannig að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er, eða þannig að sveitarstjórnir geti gert ráð fyrir breytingum við gerð fjárhagsáætlana ársins 2023. Jafnframt leggur aukaþing SSNE ríka áherslu á að Alþingi tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans, en því miður er ekki hægt að sjá vilja til þess endurspeglast í fjárlagafrumvarpi því sem fjármálaráðherra lagði nýverið fram.
Getum við bætt síðuna?