Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.
Boðað hefur verið til Haustþings SSNE þann 6. október næstkomandi. Þingið verður haldið rafrænt, en allar upplýsingar um þingið, dagskrá þess og þinggögn má nálgast hér.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar gerðu í dag samning við Menningarfélag Akureyrar um tvö verkefni, Upptakt og Fiðring. Um er að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar sem stjórn SSNE hefur valið að styrkja til þriggja ára.
Byggðastofnun stóð fyrir vinnustofu á Sauðárkróki með fulltrúum atvinnuráðgjafa landshlutasamtaka í landsbyggðunum fyrr í mánuðinum. Markmið vinnustofunnar var fyrst og fremst að efla tengsl milli atvinnuráðgjafanna og lánasérfræðinga stofnunarinnar og stuðla þannig að enn betri þjónustu og ráðgjöf um land allt.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.
Nú stendur yfir evrópska samgönguvikan sem lýkur á föstudaginn með bíllausa deginum. Á bíllausa deginum eru öll hvött til að skilja bílinn eftir heima og nýta vistvæna samgöngumáta.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, auglýsir eftir verkefnisstjóra verkefnisins „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. október kl. 12.00.
SSNE býður upp á fría ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkumsóknarskrifa en nú bætum við um betur og bjóðum upp á styrki til að sækja sérhæfða ráðgjöf eða námskeið í styrkumsóknarskrifum. Markmiðið er annars vegar að fjölga umsóknum af svæðinu og hins vegar að hækka árangurshlutfall umsókna af svæðinu.
Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra á næstu dögum og verða með viðveru á tólf stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð.