Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi á sviði loftslagsmála

Byggðastofnun leitar nú að réttu manneskjunni til að leiða aðlögunarverkefni íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefnið er tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi við Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun, auk þeirra fimm sveitarfélaga sem hafa verið valin til þátttöku. Tvö þátttökusveitarfélaganna eru á starfssvæði SSNE; Fjallabyggð og Akureyrarbær.

Sjálfbært viðburðahald

SSNE tekur þátt í Grænum skrefum sem er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Hluti af verkefninu er að vera ávallt vakandi fyrir leiðum til að gera betur í umhverfismálum og því langar okkur að vekja athygli á sjálfbæru viðburðahaldi en sumarið er oft tími mikilla viðburðahalda.
Ljósmynd Sigurður Örn Óskarsson

Raufarhöfn, einn af heitari stöðum landsins um þessar mundir

Mikið er um að vera á Raufarhöfn um þessar mundir. Fjöldi ferðamanna heimsækir þorpið daglega, nýverið dvaldi stór hópur listafólks á vinnustofunni "Túndran og tifið á Sléttu" vinnustofa listamanna og vísindamanna um loftslagsrannsóknir og náttúrufar norðurslóða, þar sem Melrakkasléttan var í brennidepli.

Starfsfólk SSNE heimsótti Grýtubakkahrepp í vikunni.

Starfsfólk SSNE heimsótti Grýtubakkahrepp í vikunni. Ferðin var liður í heimsókn í sveitarfélögin á starfssvæði SSNE. Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri tók á móti Díönu Jóhannsdóttur og Elvu Gunnlaugsdóttur og skipulagði heimsóknir.
Þingmenn Norðausturkjördæmis ásamt starfsmönnum SSNE, sveitarstjóra Langanesbyggðar og Bakkfirðingum.

Þingmenn funda um stöðu strandveiða á Bakkafirði

Starfsmenn SSNE og þingmenn Norðausturkjördæmis áttu góðan fund í síðustu viku um stöðu strandveiða á Bakkafirði.

Pistill framkvæmdastjóra - sumar

Sumarið hefur sannarlega leikið við okkur fram að þessu á Norðurlandi eystra og hefur þetta yndislega sumarveður glatt okkur hjá SSNE eins og vonandi ykkur hin. Nú fer starfsfólk okkar að týnast í sumarfrí hvert á fætur öðru, enda mikilvægt að safna orku fyrir verkefni haustsins.

Fræðsluefni fyrir verðandi rafbílaeigendur

Norræna ráðherranefndin hefur stutt við gerð fræðsluefnis um rafbílaeign og rekstur, sem og fræðsluefnis um hvað þarf að hafa í huga þegar settar eru upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Gerð fræðsluefnisins er einn liður í verkefninu Hraðari rafvæðing vegasamgangna á Norðurlöndum.

Heimsókn til Grímseyjar

Anna Lind og Díana verkefnastjórar SSNE heimsóttu Grímsey á dögunum. Sólin skein og veðrið lék við eyjaskeggja og ferðamenn.

Átta norðlensk verkefni hlutu styrk úr Lóunni

Úthlutun Lóunnar – styrkja til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni var úthlutað í gær. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra.

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra

SSNE er að hefja undirbúning áhersluverkefnis Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem snýr að því að fá auknar fjárfestingar í landshlutanum.
Getum við bætt síðuna?