Mánudaginn 26. ágúst var haldinn fundur um framtíð Flugklasans Air 66N, með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi. Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok. Fundurinn var haldinn á Hotel Berjaya á Akureyri.
HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar. Áherslan ársins er á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, tónlistar og nýsköpunar.
Í gær voru haldnar tvær vinnustofur Í Norðurþingi vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar. Fyrri vinnustofan var haldin á Stéttinni á Húsavík og seinni á Kópaskeri og var góð mæting á báða staði. Það voru líflegar umræður um verkefni í þeim þremur flokkum sem fjallað verður um í nýrri Sóknaráætlun.
Fyrsta vinnustofan vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra var haldin í Þingeyjarsveit í gær, skemmtilegar og líflegar umræður áttu sér stað og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir komuna.
Þann 16. ágúst síðastliðinn voru styrkveitingar úr Orkusjóði 2024 kynntar. Í þetta skiptið voru veittar 1,342 milljónir króna til alls 53 verkefna. Þar af voru 13 verkefni sem koma til framkvæmda á Norðurlandi eystra fyrir samtals tæpar 200 milljónir króna, eða um 15% af heildarúthlutuninni.
Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því orðið verulega spennandi tæki til að vinna með.