Þann 18. júní var haldinn fundur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, en samráðsvettvangurinn skal hafa aðkomu að gerð og framkvæmd Sóknaráætlunar landshlutans.
Út er komin íbúakönnun landshlutanna 2023. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landssvæðum. Norðurlandi eystra er skipt í þrjú svæði; Akureyri, Eyjafjörð (utan Akureyrar) og Þingeyjarsýslu.
Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði árið 2024, var verkefnið Glatvarmi á Bakka. Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur.
Þann 12. júní kl. 17:15 er öllum boðið á götuleikhússýningu á höfninni Húsavík. Aðgangur er ókeypis og verkið er að mestu flutt án orða svo það er aðgengilegt fyrir öll, óháð tungumáli.
Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins.
Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna.
Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.
Það er að koma júní og sumarið loks farið að láta kræla á sér. Maímánuður hefur verið viðburðaríkur hjá SSNE og höfum við verið að vinna að fjölbreyttum verkefnum og viðburðum um allt starfssvæðið. Þannig hefur starfsfólk okkar m.a. verið að vinna með sveitarfélögum á starfssvæðinu að mótun fjárfestingatækifæra og eflingu innviða.