Marsmánuður flaug svo sannarlega hratt hjá okkur, enda fjölmargt um að vera hjá okkur þrátt fyrir að mánuðurinn hafi verið í styttra lagi vegna páskahátíðarinnar.
SSNE tók þátt í vinnustofu um heildstæð orkuskipti á eyjunni Samsø í Danmörku. Vinnustofan var í höndum Energi Akademiet sem hafa áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.
Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.
SSNE tók í fyrsta sinn þátt í fjárfestaráðstefnunni MIPIM sem haldin er árlega í Cannes, en þar koma saman fjárfestar víðsvegar að úr heiminum ásamt borgum, sveitarfélögum og öðrum sem kynntu ýmiskonar fjárfestingartækifæri.
Dagskráin er stútfull af spennandi viðfangsefnum líðandi stundar. Til dæmis hvernig og hversu vel staðtengd starfsemi spinnst saman við hnattræna hugsun. Konur og fjárfestingar, er íslenska síldarstúlkan í raun fyrsti englafjárfestir landsins?
Fyrsti fundur í fjölmenningarráði SSNE var haldinn 11. mars sl. Öll sveitarfélög á starfssvæði hafa skipað fulltrúa í nefndina sem mun funda fjórum sinnum á þessu ár. Mikill kraftur var í fólki, góðar umræður sem munu vonandi leiða til hagsbóta fyrir landshlutann í heils.
Krubbi, vel heppnuðu samstarsverkefni stoðkerfa atvinnulífsins og fyrirtækja á svæðinu, lauk með frábærum hugmyndum sem nú eru í startholunum að verða að veruleika. Unnið var með aðferðum nýsköpunar með hráefni sem fellur til sem aukaafurð í Norðurþingi.
Þessa vikuna er starfsfólk frá SSNE í för með Íslandsstofu á fjárfestahátíðinni MIPIM í Cannes að sækja sér þekkingu og kynna möguleg tækifæri fyrir fjárfestum. Í ár er áherslan á grænar lausnir og sjálfbærni.
Þessi stund er hugsuð sem spjall um þessi mál frekar en nokkuð annað og hugsunin að geta rætt saman á mannamáli um annars ansi flókinn og víðfeðman málaflokk.
Fyrr á árinu var lögð fyrir spurningarkönnun til að kanna viðhorf íbúa á norðausturhluta landsins til flugþjónustu á svæðinu. Könnunin var gerð í samstarfi Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og SSNE.