Byggðastofnun leitar að sérfræðingi á sviði loftslagsmála
Byggðastofnun leitar nú að réttu manneskjunni til að leiða aðlögunarverkefni íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefnið er tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi við Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun, auk þeirra fimm sveitarfélaga sem hafa verið valin til þátttöku. Tvö þátttökusveitarfélaganna eru á starfssvæði SSNE; Fjallabyggð og Akureyrarbær.
10.07.2023