Hver eru áhrif skapandi greina og hvernig getum við mælt þau? SSNE leggur til þekkingu í samstarfsverkefni háskóla til eflingar rannsóknavirkni á meistara- og doktorsstigi á sviði atvinnulífs menningar og annarra skapandi greina með fyrirlestrinum, ,,Hvað gerir uppbyggingarsjóður raunverulega?"
Sérfræðingar Landsnets, þær Arngunnur Einarsdóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir, sóttu Langanesbyggð heim á dögunum í tilefni þess að Landsnet hefur hafið vinnu við framtíðarþróun flutningskerfis raforku á Norðausturlandi. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að hitta fulltrúa sveitarfélagsins og stórnotendur á svæðinu til að kortleggja raforkuþörf til framtíðar.
Og allt í einu er kominn maí og farfuglarnir allir komnir og farnir að undirbúa hreiðurgerð. Bændurnir farnir að bíða spenntir eftir að frosti fari úr jörðu og fyrstu lömb vorsins farin að láta sjá sig.
Sirkushópurinn Hringleikur leitar að ungmennum 15-18 ára til að taka þátt í götuleikhús-sýningunni Sæskrímslin þegar verkið verður flutt á Húsavík miðvikudaginn 12. júní kl. 17:15. Listahátíð í Reykjavík verður með spennandi viðburð á Húsavík í júní.
Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2024, var verkefnið “Andlit Grenivíkur” og var það listamaðurinn Martin Jürg Meier Dercourt sem hlaut styrkinn.
Ársþing SSNE fer fram í Þingeyjarsveit í dag og á morgun. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og þátttaka kjörinna fulltrúa því mikilvæg. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Þing var sett í morgun með 92% mætingu fulltrúa.