Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var úthlutað sautján milljónum kr. til verslana í dreifbýli fyrir árið 2025.
Á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin var 5. desember var tilkynnt um þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra sem er fjármagnaður úr Sóknaráætlun svæðisins.
Eimur og SSNE hafa nú lokið röð vinnustofa um orkuskipti í dreifðum byggðum. Markmiðið er að efla getu sveitarfélaga til að takast á við orkuskipti og móta raunhæfar aðgerðaáætlanir.
Við úrvinnslu gagna úr fyrirtækjakönnun sem framkvæmd var árið 2022, kemur fram að í skapandi greinum fer fram mest nýsköpun af þeim atvinnugreinum sem skoðaðar voru í landsbyggðum. Niðurstöður sýna auk þess að uppbyggingarsjóðirnir hafa marktæk jákvæð áhrif á nýsköpun í landsbyggðum.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2025. Styrkjaflokkarnir eru þrír: atvinnu- og nýsköpunarverkefni, menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
Nú er tækifærið til að taka þátt í Ratsjánni 2025, þróunarverkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja efla getu sína og auka samkeppnishæfni í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.
Frá því á ársþingi SSNE 2023 hefur stjórn SSNE verið skipuð fulltrúum frá sveitarfélögunum öllum innan SSNE. Landshlutinn er býsna víðfemur og nær allt frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri og fundar því stjórn alla jafnan rafrænt. Þó er reynt að halda staðfundi að vori og hausti og er þá tækifærið nýtt og ólík sveitarfélög heimsótt hvert sinn.