Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur.
Kynningarmynd Rutar Sigurðardóttur fyrir Sæskrímslin

Öll velkomin á Sæskrímslin 12. júní

Þann 12. júní kl. 17:15 er öllum boðið á götuleikhússýningu á höfninni Húsavík. Aðgangur er ókeypis og verkið er að mestu flutt án orða svo það er aðgengilegt fyrir öll, óháð tungumáli.

Úthlutað úr Matvælasjóði

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins.

Lóan er komin!

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna.

Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar

Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hljóta styrk

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023.

Pistill framkvæmdastjóra - Maí

Það er að koma júní og sumarið loks farið að láta kræla á sér. Maímánuður hefur verið viðburðaríkur hjá SSNE og höfum við verið að vinna að fjölbreyttum verkefnum og viðburðum um allt starfssvæðið. Þannig hefur starfsfólk okkar m.a. verið að vinna með sveitarfélögum á starfssvæðinu að mótun fjárfestingatækifæra og eflingu innviða.

Nýsköpunarvefurinn skapa.is

Nýlega fór í loftið nýr vefur þar sem teknar eru saman helstu upplýsingar fyrir frumkvöðla og yfirliti yfir stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi, allt á einum stað - skapa.is
Sumarið er mætt í garð Amtsbókasafnsins, mynd fengin að láni af facebook síðu safnsins

Tveir af 12 styrkjum bókasafnasjóðs til Norðurlands eystra

Amtsbókasafnið hlaut tvo styrki úr bókasafnasjóði 2024 og óskar starfsfólk SSNE þeim til hamingju með árangurinn!

Fyrsti fundur samráðsvettvangs atvinnulífs haldinn

Undanfarnar vikur hefur SSNE auglýst samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra sem mun hafa þann tilgang að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE. Fyrsti fundur samráðsvettvangsins var haldinn í gær og tóku þátttakendur vel í frumkvæðið að koma á slíku samtali. Meðal þess sem rætt var í gær var mikilvægi þess að kynna vel skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna, sjá nánár hér. Greinilegt er að þröfin er fyrir hendi þar sem fyrirtæki á svæðinu geta miðlað að reynslu og þekkingu sín á milli. Ráðgert er að halda næsta fund samráðsvettvangsins í haust, opið er fyrir skráningur á heimasíðu SSNE.
Getum við bætt síðuna?