Leitað er að öflugum verkefnastjóra á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar með starfsstöð í Gíg í Þingeyjarsveit. Verkefnið er samstarf SSNE og Þingeyjarsveitar.
Sveitarfélög innan SSNE hafa öll fengið boð um þátttöku við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum. Sem liður í þeirri vinnu er umhverfis- og skipulagsstarfsfólki sveitarfélaganna, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og starfsfólki orku- og veitufyrirtækja boðið að taka þátt í lokuðum vinnustofum RECET um orkuskipti sem fara fram í október og nóvember.
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.
SSNE og Háskólinn á Hólum standa fyrir vinnustofu um Interreg NPA Evrópuverkefnið Nordic Bridge á Akureyri 15. október. Auk SSNE og Háskólans á Hólum eru þátttakendur í verkefninu frá Noregi og Finnlandi.