Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Saman gegn sóun í Hofi

Þriðjudaginn 9. apríl síðastliðinn var haldinn fundur þar sem áhugasömum gafst færi á að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum. Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist vel.
Skapandi hugur og atvinna sameinast í Mývatnssveit

Menning og skapandi greinar - Samstarf og sókn

Samkvæmt niðurstöðum íbúakannana þykir ljóst að málaflokkurinn er mikilvægur fyrir vellíðan og búfestu, en viðskipta- og menningarráðuneytið vinnur nú að skýrslu þar sem sýnt er fram á í hagtölum hversu mikið hreyfiafl skapandi greinar og menning er fyrir efnahag í landinu.

Námskeið um samgöngumiðað skipulag og virka ferðamáta

LOFTUM og SSNE stóðu að námskeiði um samgöngumiðað skipulag og virka ferðamáta á Stéttinni á Húsavík í morgun. Námskeiðið var haldið af Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, verkefnastjóra hjá SSNE, og er það fyrsta af mörgum í námskeiðsröð þar sem fræðslan er aðlöguð að stærð og staðbundnu samhengi viðkomandi sveitarfélags.

Frá hugmynd að viðurkenndri grisjunarstefnu

Söfnin eru mikilvægar stofnanir í samfélaginu, bæði á sviði minjavörslu og rannsókna en ekki síður sem áfangastaðir sem bjóða ferða- og heimafólki Norðurlands eystra í heimsókn og halda uppi hefðum, sögu, list- og menningarviðburðum allan ársins hring. 

Dagskrá ársþings SSNE birt

Ársþing SSNE verður haldið 18. og 19. apríl n.k. í Þingeyjarsveit.

Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð – opinn fundur í Hofi 9. apríl

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir - Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.

Pistill framkvæmdastjóra - mars 2024

Marsmánuður flaug svo sannarlega hratt hjá okkur, enda fjölmargt um að vera hjá okkur þrátt fyrir að mánuðurinn hafi verið í styttra lagi vegna páskahátíðarinnar.
Árið 1997 tóku íbúar Samsø þá ákvörðun um að verða fyrsta sjálfbæra eyjan í Danmörku og á 10 árum tókst þeim að umbreyta raforkuframleiðslu í 100% sjálfbæra orku en eyjan framleiðir allt sitt rafmagn með vindmyllum sem eru að stærstum hluta í eigu íbúanna.

Vinnustofa um heildstæð orkuskipti á Samsø

SSNE tók þátt í vinnustofu um heildstæð orkuskipti á eyjunni Samsø í Danmörku. Vinnustofan var í höndum Energi Akademiet sem hafa áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.

Fjárfestahátíð Norðanáttar heldur áfram að tengja frumkvöðla og fjármagn

Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.

MIPIM fjárfestaráðstefna í Cannes

SSNE tók í fyrsta sinn þátt í fjárfestaráðstefnunni MIPIM sem haldin er árlega í Cannes, en þar koma saman fjárfestar víðsvegar að úr heiminum ásamt borgum, sveitarfélögum og öðrum sem kynntu ýmiskonar fjárfestingartækifæri.
Getum við bætt síðuna?