Lokaráðstefna alþjóðlega verkefnisins "Konur gára vatnið" var haldin í Hofi í síðustu viku þar sem SSNE og fleiri fulltrúar fyrirtækja og stofnana á svæðinu tóku þátt í umræðum og verkefnavinnu. Verkefnið beinist að úrræðum fyrir konur sem búa við tvíþætta mismunun og valdeflingu þeirra í víðum skilningi.
Lengi hefur SSNE þrýst á ráðherra umhverfismála að leggja sóknaráætlun landshlutans til fjármagn í takt við auknar áherslur á umhverfismál og er þetta fyrsta skrefið í þá átt þótt styrkurinn sé eingöngu gerður til eins árs.
Innviðaráðherra úthlutaði nýverið 35 m.kr. til fjarvinnustöðva á grundvelli aðgerðar B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun með það að markmiði að koma opinberum gögnum á stafrænt form og fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.
Um er að ræða spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2022. Ráðið er í starfið til fimm ára í senn.
SSNE og Rannís bjóða upp á kynningu á tækifærum sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB og Nordplus svo eitthvað sé nefnt.