Afar velheppnaðir tónleikar Upptaktsins á Norðurlandi eystra, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna, fóru fram í gær, sunnudag, í Menningarhúsinu Hofi.
Þriðjudaginn 9. apríl síðastliðinn var haldinn fundur þar sem áhugasömum gafst færi á að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum.
Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist vel.
Samkvæmt niðurstöðum íbúakannana þykir ljóst að málaflokkurinn er mikilvægur fyrir vellíðan og búfestu, en viðskipta- og menningarráðuneytið vinnur nú að skýrslu þar sem sýnt er fram á í hagtölum hversu mikið hreyfiafl skapandi greinar og menning er fyrir efnahag í landinu.
LOFTUM og SSNE stóðu að námskeiði um samgöngumiðað skipulag og virka ferðamáta á Stéttinni á Húsavík í morgun. Námskeiðið var haldið af Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, verkefnastjóra hjá SSNE, og er það fyrsta af mörgum í námskeiðsröð þar sem fræðslan er aðlöguð að stærð og staðbundnu samhengi viðkomandi sveitarfélags.
Söfnin eru mikilvægar stofnanir í samfélaginu, bæði á sviði minjavörslu og rannsókna en ekki síður sem áfangastaðir sem bjóða ferða- og heimafólki Norðurlands eystra í heimsókn og halda uppi hefðum, sögu, list- og menningarviðburðum allan ársins hring.
Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir - Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.
Marsmánuður flaug svo sannarlega hratt hjá okkur, enda fjölmargt um að vera hjá okkur þrátt fyrir að mánuðurinn hafi verið í styttra lagi vegna páskahátíðarinnar.
SSNE tók þátt í vinnustofu um heildstæð orkuskipti á eyjunni Samsø í Danmörku. Vinnustofan var í höndum Energi Akademiet sem hafa áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.
Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.