Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Nýsköpun á Norðurlandi

Sjónvarpsþáttur um Norðanátt var frumsýndur þann 23. ágúst sl. á sjónvarpsstöðinni N4.

Upptaka af ráðstefnunni Aðlögun að breyttum heimi

Mánudaginn 5. september fór fram ráðstefna undir yfirskriftinni Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Ráðstefnan fór fram á Grand hóteli og var einnig í beinu streymi á vef Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Upptöku af ráðstefnunni er að finna hér. Það voru Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og innviðaráðuneytið, Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Reykjavíkurborg sem stóðu að viðburðinum. Umfjöllunarefni fundarins voru áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag, sem og sú vinna sem framundan er til þess að aðlaga innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta má. Á ráðstefnunni flutti Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins ávarp. Meðal annarra framsögumanna má nefna Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Önnu Huldu Ólafsdóttur frá Veðurstofunni, Láru Jóhannsdóttur frá Háskóla Íslands, Tinnu Halldórsdóttur frá Austurbrú og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Úr frétt á vef Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Opið fyrir umsóknir um forverkefni hjá NPA

Opnað hefur verið fyrir forumsóknir hjá Norðurslóðaáætluninni og er umsóknarfrestur til 19. september. Forverkefni eru góður vettvangur til að stíga fyrstu skrefin í að nýta áætlunina og ætlað það hlutverk að skilgreina viðfangsefni aðalverkefna, meta þörfina fyrir afurðir verkefna meðal endanlegra notenda og mynda fjölþjóðleg teymi um viðkomandi verkefni. Forverkefni eru tvenns konar; allt að 50 þús. evrur til 6 mánaða og allt að 100 þús. evrur til 12 mánaða. Verkefnisaðilar þurfa að koma frá a.m.k. tveimur löndum og þar af þarf eitt að vera aðildarríki ESB. Einnig er mælt með því að verkefnisaðilar komi frá a.m.k. tveimur af þremur landfræðilegum heildum áætlunarsvæðisins: Finnland-Svíþjóð-Noregur; Írland; Færeyjar-Ísland-Grænland. Allar frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið um forverkefni er að finna á heimasíðu áætlunarinnar. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skilmálana en landstengiliður áætlunarinnar, Reinhard Reynisson, reinhard@byggdastofnun.is veitir einnig upplýsingar.

Næsti umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+ er 4. október nk.

Kynnið ykkur umsóknarferlið á fundum um samstarfsverkefni sem haldnir verða þann 5. og 9. september nk. Samstarfsverkefni í Erasmus+ gera stofnunum og samtökum á sviði mennta- og æskulýðsmála kleift að skiptast á reynslu og þróa nýjar aðferðir í starfsemi sinni í samstarfi við aðila í öðrum Evrópulöndum. Þau eru frábær leið til að styðja við menntun og æskulýðsstarf og hjálpa þeim sem starfa á þessum vettvangi við að takast á við samfélagslegar áskoranir. Mikil áhersla er lögð á inngildingu , loftslagsmál , stafræna væðingu og virka þátttöku fólks í samfélaginu. Umsóknarfresturinn 4. október er fyrir smærri gerð samstarfsverkefna, þar sem nægir að hafa einn samstarfsaðila í öðru landi. Í æskulýðshluta er þar að auki opið fyrir umsóknir um stærri samstarfsverkefni. Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir tveimur kynningarfundum í byrjun september til að fjalla um samstarfsverkefni: Á Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík 5. september milli kl. 15 og 16. Við óskum eftir að þátttakendur skrái sig hér: Skráning . Á Teams-fundi þann 9. september milli kl. 12 og 13. Engrar skráningar er þörf og hægt að tengjast fundinum með því að smella hér Báðir fundir eru ætlaðir kennurum, stjórnendum, stofnunum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála. Við hlökkum til að sjá ykkur. Senda á Twitter Deila á LinkedIn Deila á Facebook

Tónlistarfólk og Norðurland eystra

Starfar þú við tónlist eða þekkir þú einhvern á því sviði?

Aðlögun að breyttum heimi - hefjum samtalið

Áhrif loftslagsbreytinga hafa ýmsar birtingarmyndir og geta haft bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar fyrir samfélögin okkar, atvinnuvegi, innviði og efnahag. Til þess að geta varist neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og gripið þau tækifæri sem gefast, er mikilvægt ráðast í mat á mögulegum áhrifum

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Rafrænn kynningarfundur fer fram mánudaginn 12. september nk. frá kl. 11:30 - 12:00 þar sem farið verður yfir öll helstu atriði Vaxtarrýmis ásamt því að fólki gefst kostur á að spyrja spurninga.

Vefstofa EIMS og GEORG

Eimur og GEORG, standa fyrir vefstofu undir heitinu "Empowering rural innovation by crowdfunding geothermal projects" þann 14. september nk. sem hluta af Crowdthermal verkefninu.

Svanni-lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

Svanni-lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum en sjóðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar, forsætisráðuneytisisins og háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins. Starfandi fyrirtæki sem eru í eigu kvenna a.m.k. 51% geta sótt um lán vegna verkefna innan fyrirtækis sem byggja á einhverju leiti á nýsköpun og/eða að verkefnið leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar. Ekki er veitt lán fyrir óhóflegum launakostnaði eða vinnu eigenda við vöruþróun, sölu og markaðsstarf og að jafnaði er ekki veitt lán fyrir reglubundnum rekstarkostnaði. Til greina kemur að veita lán fyrir tækjum sem eru nauðsynleg rekstrinum og/eða verkefninu en þá með veði í umræddum tækjum. Lánað er fyrir kostnaðarverði tækjanna að því gefnu að notkun á þeim leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar. Stjórn og banki leggja mat á umsókn og viðskiptáætlun en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann er veitir lánin. Mikilvægt er að umsókn fylgi ítarleg viðskiptaáætlun ásamt fjárhags- og framkvæmdaráætlun, fjármögnunar og endurgreiðsluáætlun ásamt staðfestingu á eignarhaldi. Skoða má lánareglur sjóðsins nánar hér Umsóknarfrestur er til og með 15.september og er sótt um rafrænt hér á heimasíðu sjóðsins.
Mynd/KÞH

Góður íbúafundur á Bakkafirði

Líflegur íbúafundur var haldinn í skólahúsinu á Bakkafirði síðastliðinn fimmtudag á vegum verkefnisstjórnar verkefnisins Betri Bakkafjörður.
Getum við bætt síðuna?