Fara í efni

Fjölmenningarráð SSNE fundaði í vikunni

Fjölmenningarráð SSNE fundaði í vikunni

Fyrsti fundur í fjölmenningarráði SSNE var haldinn 11. mars sl. Öll sveitarfélög á starfssvæði hafa skipað fulltrúa í nefndina sem mun funda fjórum sinnum á þessu ár. Mikill kraftur var í fólki, góðar umræður sem munu vonandi leiða til hagsbóta fyrir landshlutann í heild.

Íbúum í landshlutanum með erlent ríkisfang hefur fjölgað hratt þrátt fyrir að landshlutinn sé enn undir meðaltali yfir landið. Fjölmenningarstefna Eyþings var endurrituð 2017 og verður nauðsynlegt að skoða hana ítarlega með það fyrir augunum hvort þurfi að endurskoða eða endurrita hana.

Hér má sjá fjölmenningarstefnu Eyþings

Getum við bætt síðuna?