Fara í efni

Út um borg og bý

Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta áhugaverða málþing, hvort sem gestir hyggjast njóta í sal eða fyr…
Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta áhugaverða málþing, hvort sem gestir hyggjast njóta í sal eða fyrir framan skjá. Þingið er gestum að kostnaðarlausu, sem og hádegisverður í Hofi.

Út um borg og bý

Málþingið ,,Út um borg og bý: Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?"  á vegum SSNE fór fram í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 9. febrúar. Reynslumikið fólk flutti erindi undir þemunum þremur Húsaþyrping eða samfélag?, Samstarfs sveitarfélaga og Borgarstefna

Dagskrá
UPPTÖKUR

11:00 Málþingssetning; Helena Eydís Ingólfsdóttir, varaformaður SSNE

Húsaþyrping eða samfélag?

11:10 Aðdráttarafl smærri sveitarfélaga á Norðurlöndunum
Ágúst Bogason, sérfræðingur hjá Nordregio, Norrænu byggðastofnuninni

11:25 Byggðabragur: Hvernig getur félagsleg sálfræði nýst sem verkfæri í byggðaþróun?
Bjarki Grönfeldt, lektor við Háskólann á Bifröst

11:40 Aðlaðandi bæir – ávinningur af Norrænu samstarfi
Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

11:55 Umræður

12:20 Hádegismatur

Samstarf sveitarfélaga

13:00 Velferðarstefna Vesturlands
Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV

13:15 Skilar samstarf sveitarfélaga betri niðurstöðu fyrir íbúa?
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar

13:30 Samhæfð svæðaskipan í þágu farsældar barna
Svandís Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu
Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

13:50 Umræður

Borgarstefna


14:30
Borgarstefna Íslands
Ingvar Sverrisson formaður starfshóps um mótun borgarstefnu

Umræður í lokin.

 
Getum við bætt síðuna?