Vinnustofa í umsóknarskrifum
SSNE býður frumkvöðlum á Norðausturlandi á vinnustofu þar sem ítarlega er farið í umsóknarskrif fyrir Vöxt/Sprett og Sprota innan Tækniþróunarsjóðs sem er einn stærsti styrktarsjóður landsins. Næsti skilafrestur fyrir Vöxt/Sprett og Sprota er 15. mars 2021, og getur styrkur numið allt að 50 m.kr. yfir tvö ár. Það er því til mikils að vinna!
Í nokkurn tíma hefur verið unnið með markvissum hætti að þróun og eflingu þekkingarsamfélagsins á Húsavík. Meginverkefnin hafa verið af tvennum toga. Annars vegar hefur farið fram undirbúningur flutnings starfseminnar í rýmra húsnæði og aðstöðu sem sérsniðin er að starfseminni til frambúðar. Hins vegar hefur verið unnið að þróun starfseminnar í átt að auknum tengslum við atvinnulífið með stuðningi við nýsköpun og frumkvöðlastarf. Þróunarverkefnið var áhersluverkefni SSNE árið 2020 og byggir m.a. á greiningu á þekkingarstarfsemi og nýsköpunarstarfi í nágrannalöndum okkar og samanburði við stöðuna hérlendis.
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra fór fram í gær og hér er hægt að finna lista yfir öll þau frábæru verkefni sem hlutu styrk þetta árið.