Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Ágrip framkvæmdastjóra SSNE

Við erum ítrekað að reka okkur á mikilvægi stefnumótunar fyrir landshlutann. Hverjar eru áherslur í þessum landshluta þegar kemur að stóru málunum? Það er gríðarlega mikilvægt fyrir landshlutasamtök að hafa skýra stefnu til að byggja á þegar við rækjum það hlutverk okkar að gæta hagsmuna heildarinnar í landshlutanum, m.a. gagnvart ríkisvaldinu. Nýlegt dæmi um þessa stöðu er umsögn um fjárlagafrumvarpið.

Einyrkjakaffi á Tröllaskaga

Einyrkjar, frumkvöðlar og fólk í fjarvinnu í Fjallabyggð kíktu við á skrifstofu SSNE í Fjallabyggð í desembermánuðinum.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE

Árangur næst þegar flestir róa í sömu átt

Norðurland eystra nær frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Innan svæðisins búa um 30 þúsund manns í 13 sveitarfélögum. Byggðirnar í landshlutanum eru fjölbreyttar, Akureyri gegnir þar ákveðinni sérstöðu sem svæðisborg, þá eru á svæðinu stærri bæir, minni bæir, brothættar byggðir og dreifbýli. Okkar starf byggir á þeirri hugmyndafræði að ríkir sameiginlegir hagsmunir séu fyrir hendi í landshlutanum og að sem liðsfélagar séum við líklegri til þess að ná þeim slagkrafti sem til þarf til þess að ná árangri fyrir hönd íbúa og atvinnulífs á öllu svæðinu.
Þorsteinn Jakob Klemenzson. (Aðsend mynd)

Vá hvað ég hata þriðjudaga! - Ungskáld 2021

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafninu á Akureyri 9.desember sl. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!" Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt" og Þorbjörg Þóroddsdóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur". Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppnina að þessu sinni. Að Ungskáldum standa Amtsbókasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Ungmennahúsið í Rósenborg, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ. Þorsteinn gaf SSNE leyfi til að birta þetta skemmtilega verk eftir hann. Njótið vel!
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Metfjöldi umsókna í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Betri Bakkafjörður bárust 17 umsóknir. Er þetta mesti fjöldi umsókna síðan verkefnið hófst. Umsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa það allar að markmiði að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og stuðla að sterkari stöðu byggðarlagsins í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.

Almenningssamgöngur austan Tjörnes - Niðurstöður

SSNE fékk styrk úr A.10 sjóði byggðaáætlunar Almenningssamgöngur um land allt fyrir árið 2019 til að skoða samnýtingu póst- og farþegaflutninga á milli Húsavíkur og Langanesbyggðar. Helstu niðurstöður eru að enn eru kerfislægar hindranir í vegi fyrir að auðveldlega megi fara í samnýtingu til að hagnýta allar ferðir á svæðinu. Niðurstöður þeirrar vinnu voru dregnar saman í skýrslu sem finna má í fréttinni.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði

Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna á fornminjum, þar á meðal til fornleifaskráningar, miðlunar upplýsinga um þær og til varðveislu og viðhalds á fornminjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Fundur með sveitarstjórnafólki um áhersluverkefni SSNE 2021

SSNE boðaði til upplýsingarfjarfundar í lok nóvember, þar sem farið var yfir framgang og stöðu áhersluverkefna 2021 með sveitastjórnarfólki á Norðurlandi eystra. Fundurinn var vel sóttur og er aðgengilegur hér.

Fjallabyggð fagnar þér - Nýr upplýsingavefur

Fjallabyggð, sameinað samfélag Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, hefur brugðið á það ráð að fela sérstökum flutningsfulltrúa að einfalda fólki búferlaflutninga til staðarins. Í stað þess að þurfa að leita til margra aðila getur fólk nú beint öllum fyrirspurnum til flutningsfulltrúans sem ýmist svarar um hæl eða leitar svara og hefur samband til baka.
Getum við bætt síðuna?