Fara í efni

Einyrkjakaffi á Tröllaskaga

Einyrkjakaffi á Tröllaskaga

Einyrkjar, frumkvöðlar og fólk í fjarvinnu í Fjallabyggð kíktu við á skrifstofu SSNE í Fjallabyggð í desembermánuðinum.

Þar fór fram virkilega skemmtilegt tveggja klukkustunda spjall um meðal annars landsbyggðarlífið í Fjallabyggð og spjallað um kosti þess og áskoranir við að vera sjálfstætt starfandi.
Verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga, Anna Lind Björnsdóttir átti frumkvæðið að þessum skemmtilega og þarfa hitting og allir voru sammála um að hittast aftur í lok janúar. Við hvetjum alla þá sem eru sjálfstætt starfandi á Tröllaskaga að hafa samband við Önnu Lind ef áhugi er að koma í næsta einyrkjakaffi - annalind@ssne.is.

Á mynd eru þau Rakel, Kolbeinn, Arnar Þór, Anna Lóa, Inger og Fanney

Getum við bætt síðuna?