Fara í efni

Fréttasafn

Fyrsta stjórn Fiskeldissjóðs skipuð - 113 milljónir króna til úthlutunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað fyrstu stjórn Fiskeldissjóðs sem stofnaður var árið 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa

Samband Íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Eftirfylgni aðgerða í kjölfar fárviðris 2019

Í kjölfar fárviðrisins 2019 var gengið í að greina hvað þyrfti til að bæta úr varðandi innviði og einnig skoða frekari uppbyggingu. Verkís var fengið til að fylgja aðgerðum eftir og vinna eftirfylgnisskýrslu.

Tannhjólið

Í lok síðasta árs kláraðist þriggja ára áhersluverkefni Eyþings frá 2017, Gert – Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni á Norðurlandi eystra. Verkefnið var að stóru leyti þekkingaryfirfærsla þar sem sambærilegt verkefni er unnið á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Um var að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins (SI), Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.

NORA auglýsir verkefnastyrki vegna samstarfsverkefna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs

Komið er að fyrri úthlutun ársins en veittir eru styrkir tvisvar á ári úr sjóðum Norræna Atlantssamstarfsins (NORA)

Undirnefnd umhverfismála hjá SSNE skipuð

Nú er búið að skipa undirnefnd umhverfismála hjá SSNE og sæti í nefndinni eiga eftirfarandi aðilar:

Viltu sækja styrk? Vinnustofa í styrkumsóknum

Vinnustofa í umsóknarskrifum SSNE býður frumkvöðlum á Norðausturlandi á vinnustofu þar sem ítarlega er farið í umsóknarskrif fyrir Vöxt/Sprett og Sprota innan Tækniþróunarsjóðs sem er einn stærsti styrktarsjóður landsins. Næsti skilafrestur fyrir Vöxt/Sprett og Sprota er 15. mars 2021, og getur styrkur numið allt að 50 m.kr. yfir tvö ár. Það er því til mikils að vinna!

Kynningarfundur Atvinnumál kvenna- upptaka

Hér má sjá upptöku af kynningarfundi á Atvinnumál kvenna- styrkjasjóði.
Getum við bætt síðuna?